sunnudagur, ágúst 26, 2007

Jalla jalla!

Tad voru miklir fagnadarfundir hja okkur kindunum i London fyrir taepum tveim vikum sidan. Daginn eftir var svo flogid til Sharm el Sheik i Egyptalandi. Kindurnar hofdu bokad fyrir okkur kafanir og fint hotel med sundlaug og alles. Hef ekki lifad i tvilikum luxus i marga manudi, bara heit sturta og allt. Kindurnar og makar voru med hina venjulegu islensku taugaveiklun i utlondum. Allur matur var vandlega valin af matsedlum og radleggingar flugu yfir bordid hvad vaeri nu ohaett ad panta. Sidan var sotthreinsunarsprittid latid ganga og allir sprittudu hendurnar fyrir matinn. Flokkukindin hlo fyrst innra med ser en svo for hun bara ad gera grin og at allt sem hinir tordu ekki ad borda. En tratt fyrir allar varudarradstafanir ta for folk bara ad hrinja eins og flugur og loks for svo ad allir voru med magakrampa og nidurgang og sumir aelandi lika. Nema flokkukindin sem er vist komin med jarnmaga eftir 7 manada flakk um heiminn. Kofunarprogrammid reyndist vera tett og stift. Eftir allar kafanirnar ta var buid ad plana fjallgongu upp a Sinai fjallid tar sem Moses fekk hin 10 bodord fra gudi. Sofa atti upp a fjallinu og fara svo i klaustur heilogu Katrinar sem var byggt tar sem Moses sa logandi runnann. Mike lysti tvi yfir ad svo framarlega sem runninn vaeri ennta logandi ta myndi hann labba upp a fjallid annars ekki. Hinar kindurnar og makar voru ormagna eftir stifa kofun, svefnleysi eftir sifeldar klosettferdir og mattlaus vegna matarskorts. Tau voru ekki ad fara i neina fjallgongu, vildu bara liggja vid sundlaugina og sola sig. Beduinn (hirdingjarnir a Sinai skaganum kallast Beduinar) sem aetladi med okkur upp a fjall var frekar sar og kom med tillogu um ad labba upp a minna fjall, sem taeki einn tima, gista tar undir stjornunum og horfa a solarupprasina. Eg, Mike og Erla sloum til en ekkert gat fengid tau hin til slita sig fra sundlaugarbakkanum. Vid skemmtum okkur alveg konunglega. Beduinn sem for med okkur (sem eg man ekki hvad heitir) finnst mjog gaman ad landafraedi og hafdi flett upp Islandi, vid sogdum honum ymsar furdustadreyndir um Island, eins og ad madur maetti bara eiga eina konu. Hann hristi bara hausinn, rugladir tessir islendingar en hann syndi mikinn ahuga a ad fa flokkukindina sem eiginkonu numer trju. Ekkert sem bannar tad her i Egyptalandi.

Eftir ad hafa verid a Sinai skaganum ta var ferdinni heitid til Kairo, tar voru pyramidarnir skodadir i 40 stiga hita og skridid ofan i tvo grafhysi. Egyptar eru ekki jafn prudir og Beduinar og nota hvert taekifaeri til ad koma vid flokkukindina og segja henni hvad hun se falleg. Adrar kindur hafa verid latnar i fridi af einhverjum astaedum. Vid vorum i trja daga i Kairo og flugum svo til Aswan. Tar voru fleiri hof skodud og svo lestin tekin til Luxor. Vid erum nuna i Luxor ad kafna i 43 stiga hita. Vid forum ad skoda Konungsdalinn og Drottningardalinn adan og skridum svo upp a hotelherbergi og logdumst undir loftkaelinguna. Eg, Bryndis og Haukur erum nuna ad plana hvad vid aetlum ad gera i Jordan. Vid aetlum ad taka rutu fra Kairo til Israel og fara svo tadan yfir til Jordan, sidan langar okkur ad fara i ferd inn i Wadi Rum eydimorkina og svo audvitad ad skoda Petru. Eftir tad verdum vid ad koma okkur aftur til Sharm el Sheik og fljuga til London og svo til Islands. Ja eftir ruma viku mun flokkukindin koma aftur heim, modur hennar til mikillar gledi.

3 ummæli:

Hjördís sagði...

Ekki bara móður hennar, líka mökunnar!!!!

Hefði verið ó svo gaman að vera þarna með ykkur....

xxxx sagði...

ég er komin til riga og er með blogg

Nafnlaus sagði...

Thad er bannad ad gera grin af folki sem kemst ekki einu sinni upp stiga uppa adra haed, hvad tha fjall sokum matarlistarleysis og magavandamala...

kv. Bryndis ferdafelagi