sunnudagur, maí 06, 2007

Upp, upp, upp a fjall

Bokor

Eg er nu komin i strandbaejinn Sihanoukville. Er a gistiheimili nokkrum metrum fra strondinni. Hjordisi lettir kannski vid ad heyra tad ad eg let traeda lodnu leggina og teir eru nu harlausir. Ja eg fekk ekki frid fyrir konunum sem ganga a milli kvenfolksins a strondinni og bjoda upp a hand og fotsnyrtingu auk hareydingu med svona traedi. Taer hofdu bara aldrei sed jafn lodinn kvenmann. A medan konan var ad taeta af mer harin ta stoppudu stollur hennar og toku andkof, teygdu svo fram fingurna og letu ta sokkva ofan i feldin a loppunum a mer, "many hair" sogdu taer "yes, many, many hair" samsynti konan. Hun vildi svo endilega snyrta a mer taneglurnar og taka af mer siggid en eg sagdist geta gert tad bara sjalf "massage?" spurdi hun ta vongod.

Fra Phnom Penh toku eg og Marieke rutu til Kampot. Tad sem er markvert ad sja tar er Bokor tjodgardurinn sem er med yfirgefid franskt torp, ad nafni Bokor, upp a Bokor fjalli. Tegar vid stigum ur rutunni ta tyrptist ad okkur hopur ad monnum, veifandi myndum af gistiheimilum. Tad versta var ad vid vorum einu turistarnir tarna. Reyndar voru eldri astrolsk hjon i rutunni en tau hofdu a undraverdan hatt horfid strax. Tetta var allt of mikid fyrir okkur tar til Marieke hropadi loksins upp "hver er med odyrasta loftkaelda herbergid!" Einn madur sagdi ad a synu gistiheimili sem vaeri nytt og fint gaetum vid fengid loftkaeld herbergi fyrir 7 dollara. "Same, same!" hropudu hinir. Vid akvadum ad kikja a nylega gistiheimilid sem vaeri ta liklegast hreinast. Herbergid var fint, en fjolskyldan sem rekur heimilid vildi fa 8 dollara, vid minntumst a 7 dollara lofordid "ah, my brother" kinkadi einn kolli og hlo. Vid fellumst a 8 dollara. Svo kom babb i batinn, eftir ad hafa eytt deginum labbandi um baeinn ta komum vid upp a herbergi og fottudum ad loftkaelingin virkadi ekki. Tad var ekkert annad herbergi laust med loftkaelingu svo vid urdum ad lata viftuna duga (fengum ta herbergid a 4 dollara) og svo laum vid bara og svitnudum. A baejarroltinu hofdum vid bokad tur upp a Bokor fjallid. Gistiheimilid okkar baud upp a sama tur en vildu bara fa meiri pening fyrir hann. Um morguninn vorum vid sottar og keyrdar yfir a hitt gistiheimilid, eftir sma stund kom annar strakurinn sem hafdi sott okkur og sagdi ad folkid a Bokor hafi bara verid ad hringja rett i tessu og tad hafi vist fallid tre a veginn svo teir yrdu ad fresta ferdinni tangad til a morgun. Mer fannst tetta eitthvad skritid og grunadi ad hin raunverulega astaeda vaeri nu frekar ad adeins eg og Marieke hefdum skrad okkur i ferdina. Marieke var ad fara daginn eftir til Taelands og Bokor tjodgardurinn hafdi verid eina astaedan fyrir tvi ad hun kom til Kampot. Hun var tvi ekki anaegd. Strakurinn taladi nu ekki goda ensku en eg spurdi hann nanar ut i tred a veginum og ta var tad ekki bara tre heldur lika stor steinn sem hafdi fallid a veginn. Gjorsamlega ofaert. Vid bordudum morgunmatinn okkar og fengum ferdina endurgreidda svo roltum vid aftur a gistiheimilid okkar. Um leid og vid nalgudumst ta kom einn madur hlaupandi "var ferdinni ykkar frestad" kalladi hann. Vid jankudum tvi. Fleiri menn baettust i hopinn "hvada afsokun komu teir med" spurdi einn. "Tre og steinn a veginum" svaradi eg. Ta hlou teir "teir hafa ekki verid med nogu marga" sagdi einn hlaejandi. Madurinn sagdi ad tad vaeri laust plass i turnum hans, 8 dollarar, tveim dollurum odyrara en daginn adur... Vid Marieke fellumst a tad og aftur trodumst vid tvaer a moto til ad na pick up bilnum sem var lagdur af stad. Svo hofst tveggja tima hoss upp vegslodan sem liggur upp a fjall. Vid satum 6 aftan a palli a trebekkjum med sma puda undir rassinn. Ekki hin taegilegasta fer en eins og eg sagdi vid Marieke, eftir filaferdina ta getur ekkert toppad tau otaegindi "var ad hugsa tad nakvaemlega sama" svaradi Marieke. En leidin upp a topp var mjog falleg grodurinn fallegur, mikid af fuglum og fidrildum og af og til sa madur til hafs i gegnum grodurtyknid. Tegar upp a topp var komid ta blasti vid utsyni yfir Taelandsfloa og svo audar byggingar. Flestar byggingarnar eru fra 1920 en torpid var yfirgefid upp ur 1970 tegar raudu Khmerarnir foru ad lata til sin taka. Tarna var svo hart barist milli raudu Khmeranna og frelsishers Vietnams 1979 og sidan 1980 ta hafa byggingarnar stadid audar. Mikilfenglegasta byggingin er stort hotel, sem einnig var casino (islenska ordid er alveg stolid ur mer), litur ut eins og ekta draugakastali. Madur getur farid inn i allar byggingarnar en taer hafa verid stripadar alveg nidur, jafnvel buid ad taka rafmagnslagnirnar. Tad var soldid skritid ad labba tarna um. A leidinni nidur baettust vid trir adrir fartegar. Kanadiskur fuglakarl sem hafdi gist tarna og vantadi far nidur og svo tvaer nunnur, en hjolid teirra var bilad. Tad var tvi trongt a tingi a pallinum a leidinni nidur. Eg og fuglakarlinn Michael gatum spjallad saman um fugla og liffraedi, Sian Ka'an, i Mexiko er fraegt fyrir fuglamergd. Svo skemmtilega vildi til ad vinkona hans sem er sjavarspenndyrafraedingur var einnig i Kampot. Hun hafdi medal annars komid ad slettbaksrannsoknum undanfarin 10 ar og tekkti tvi vel til SOTW. Michael vildi endilega ad eg og Marieke bordudum med teim kvoldmat og audvitad hofdum vid ekkert a moti tvi. Eg verd ad vidurkenna ad tad var gaman ad geta talad sma liffraedital. Tott ad Marieke se fin ta er hun tvitugur listaskolanemi og tvi ekkert ad spjalla um blomin og byflugurnar.
Daginn eftir lagdi Marieke af stad til Taelands en eg hafdi planad ad skoda nokkra af hinum morgu hellum sem eru i kringum Kampot. Eg gerdi dil vid Jock, einn af fjolskyldumedlimunum sem reka gistiheimilid, um ad runta med mig til hellanna a motorhjolinu sinu. Ja hann atti alvoru motorhjol, ekki bara svona litla vespu. Ja, Jock var sko meira en til i tad, svo aestur i raun ad hann nadi i motorhjolid sitt sem var bilad a verkstaedi. Eg vissi audvitad ekkert um tad. Svo logdum vid af stad um sveitavegina i Kampot sem er mjog fallegt herad. Vid komum ad fyrsta hellinum sem i er rumlega tusund ara gamalt altari fyrir Shiva, og hefur vardveist mjog vel i hellinum. Verst ad eg nadi engum godum myndum af tvi, tad var of dimmt. Svo var haegt ad klongrast ur teim helli yfir i annan, sem vid og gerdum, med barnaskarann a eftir okkur. Tegar ut var komid ta gat eg sed ad Jock var kominn med nog af tessu klongri svo spurdi hann hvort eg vildi ekki bara fara og synda i nalaegum fossi. Tessir hellar vaeru allir eins. Seinna um kvoldid ta jatadi hann drukkinn fyrir mer ad hann hefdi heldur ekki viljad keyra svona langt a hjolinu, tvi tad vaeri nu eiginlega bilad. Sem var astaedan fyrir tvi ad eg turfti alltaf ad yta tvi i gang. Tad stoppadi hann samt ekki i tvi ad gefa mer kennslustund a hjolinu og leifdi mer ad keyra langleidina i baejinn. Eg turfti ad koma vid a gistiheimilinu til ad fara i sundfot, tegar eg kom svo nidur ta var enginn Jock sjaanlegur. Eg settist nidur og beid, og beid svo lengur og svo pantadi eg mer hadegismat, klaradi hann og beid. Eftir klukkutima ta nennti eg ekki ad bida lengur og aetladi ad fara upp a herbergi. Stoppadi samt adeins til ad knusast i hvolpunum sem heldu til vid troppurnar. Ta kemur Jock hlaupandi, tad hafdi sprungid a hjolinu. En eg var ta ekki i neinu sundstudi.
I dag tok eg svo leigubil med bandarisku pari hingad til Sihanoukville, og her tarf madur ekki ad varast rollur a veginum nei tad eru hin ymsu jorturdyr eins og nautgripir, geitur og vatnabuffaloar sem rolta rolega yfir veginn og kippa ser litid upp vid bilflaut. Vid tetta baetist fidurfe eins og haenur med ungaskarann, ymsar tegundir af ondum og gaesir, einnig med unga. Svo er einstaka svin. Eg aetla svo ad slappa adeins af a strondinni, tegar eg fae leid a tvi ta held eg til Siem Riep til ad skoda hid mikla Angkor Wat.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl

Er búin að bóka fyrir okkur gistingu í London frá 13-14 ágúst, þú færð að kúra á milli okkar Hauks. Þú þarft bara að senda mér hvenær þú lendir og fá díteila hjá mér er nær dregur.

Kveðja
BRyndís sem er alveg að verða búin með ritgerðina

Nafnlaus sagði...

Bryndís: Getur þú sent mér símanúmerið þitt, mig langar aðeins að spjalla við þig.. :)

-Hjördís
899-5079

xxxx sagði...

SPILAVÍTI HERDÍS það heitir spilavíti
*hristir höfuðið vonsvikin*

en takk fyrir að minna mig á vaxið... engir framandi þræðir hér á Akureyris en virkar ágætlega takk...

kveðjur frá prófaþóru alveg að verða búin vei

Nafnlaus sagði...

Bryndís hér aftur, var að spá í hvenær þú lentir í London þann 13 ágúst?? Bara uppá gistinguna.

kv.
Bryndís

Herdís sagði...

Tora, takka ter fyrir eg vissi ad eg gaeti treyst a tig. Spilaviti.

Bryndis, eg lendi a Heathrow klukkan 17:55 og hlakka mikid til ad fa ad kura a milli tin og Hauks :)