miðvikudagur, maí 02, 2007

Filaferd

Ta er eg komin aftur til Phnom Penh eftir ad hafa verid i nokkra daga uta landi. Eg tok fyrst rutu til Kampong Cham og eyddi tar einni nott. Planid var svo ad taka share taxi eda pick up til Sen Monorom tvi samkvaemt tveggja ara gomlu lonely planet bokinni minni ta var engin ruta sem fer tangad. Og madur turfti tvi ad trodast svona 8 inn i einn bil eda pick up tar sem madur borgar meira fyrir ad sitja inni. En i fyrra byrjadi eitt rutufyrirtaeki ad fara daglega til Sen Monorom svo eg losnadi vid tad aevintyri. Allavega Kampong Cham hjoladi eg adeins um og skodadi hof sem er byggt inni gomlu hofi, soldid spes. Tar er lika bambusbru sem baejarbuar byggja a hverju ari a turrkatimanum til ad komast ut i eina eyju. I Kampong Cham kynntist eg saenska parinu Lindu og Marik, tau voru lika a leid til Sen Monorom. Marik let mig smakka palmavin og termita, sem er palmavins-snakk. Mer fannst hvorugt gott. Daginn eftir var svo looong rutuferd yfir holottan malarveg sem gaf slodanum milli Pez Maya og Tulum ekkert eftir. Vegna stodugs stridsastands sem hefur rikt her i Kambodiu ta er vegakerfid ekki uppa tad besta. Eg kom til Sen Monorom um kvoldid og eg og hollensk stelpa, Marieke, akvadum ad deila herbergi. Vid forum inn a gistiheimilid sem er vid hlidna rutustoppustodinni og skodudum eitt herbergi fyrir 5 dollara. Tad leit nu allt i lagi ut midad vid verd nema hvad tad vantadi klosettsetuna og tad var vatnslaust. Strakurinn fullvissadi okkur um ad hann vaeri ad fara setja vatnspumpuna i gang og ta kaemi vatn. Eg veit ekki afhverju en vid akvadum ad lata slag standa. Naestu tvo daga vorum vid svo med rennandi vatn i svona 10 minutur og rafmagnslaust. A tridja degi eftir loford um rafmagn og vatn ta hugsadi eg med mer ad eg vaeri nu ekki med svo mikinn sparnad ad eg gaeti ekki splaest i herbergi med rennandi vatni og rafmagni. Gekk hinum megin yfir gotuna og vid Marieke fengum hreint og fint herbergi med rennandi vatni og rafmagni fyrir heila sex dollara. Reyndar var finn filingur a hinu gistiheimlinu. Tetta voru tveir strakar sem voru nyburnir ad leigja heimilid og half leiddist ad sitja bara allan daginn. Tegar tad var rafmagn ta sungu teir i karoki og vid spiludum poker a kvoldin.

Sen Monorom er fjallatorp i Mondulkiri heradinu. Tetta er famennasta heradid og tvi mikid af skogi og fossum. Eg slost i for med hop af folki sem hafdi leigt pick up yfir daginn og var planid ad skoda trja fossa. Vid forum fyrst ad skoda Bou Sraa fossinn sem er einn staersti foss her i Kambodiu. Hann var nu frekar tilkomulitill enda ennta turrkatiminn. Eg, Linda og Marieke fengum okkur samt sundsprett og kambodiskir karlmenn drogu upp simana sina og smelltu af okkur mynd. Svo var lagt af stad til naesta fosss en ta var turrkatiminn allt i einu buinn tveimur manudum of snemma og tad for ad rigna. Vid turftum tvi ad trodast atta inni pick upinn. Sem betur fer var helmingurinn Kambodiar (eda Khmerar). Tar sem vegirnir verda mjog halir i rigningu ta urdum vid ad sleppa hinum fossunum og halda heim a leid eftir ad hafa fengid okkur sidbuinn hadegismat. Eg og Marieke vorum samt i afneitun ad regntiminn vaeri hafinn og vildum endilega fara i tveggja daga filaferd. Vid vorum of seinar ad boka ferdina tann daginn og allir filarnir uppteknir. Daginn eftir roltum vid tvi um Sen Monorom og hlupum i skjol tegar skurirnar komu og aftur drogu Khmer karlmennirnir upp simana sina og toku myndir. Vid bokudum svo fil og daginn eftir hofst mikil svadilfor. Vid vorum sottar til Sen Monorom um morguninn og keyrdar a moto eftir sleipum ledjuvegi til Pnong torps tar sem fillinn var. Eg hef nu margsinnis setid a moto her i Asiu en tetta er i fyrsta sinn sem eg var virkilega hraedd um ad detta. Jafnvel i borgunum i gedveikislegri umferdinni ta var eg ekki hraedd tvi tad giltu vissar reglur og allt gekk mjuklega. Eg og Marieke komum til torpsins nafolar og hittum filinn okkar. Vid attum ad sitja asamt farangri i litilli korfu uppa filnum. Karfan var nogu stor til ad ruma heila Khmer fjolskyldu en ekki nogu stor fyrir tvaer vestraenar stelpur sem eru yfir 180 cm a haed. Vid settumst i keng uppi korfu med farangurinn i fanginu og svo hofst ferdin. Eg vil taka tad fram ad filar fara ekki hratt yfir. Manneskja a venjulegum gonguhrada er fljotari i forum. Hopurinn samanstod af mer og Marieke, leidsogumanninum sem taladi bara Pnong og Khmer og tveimur strakum sem eg veit ekki hvernig tengdust leidsogumanninum. Teir gaetu verid synir hans eda braedur. Tad er rosalega erfitt ad sja ut aldur a folki herna. Allavega yngri strakurinn styrdi filnum a medan eldri strakurinn og leidsogumadurinn hentust a eftir ollum teim dyrum sem vid saum med slongvibyssur og kylfur a medan litli strakurinn hropadi leidbeiningar ofan af filnum. Teir nadu ad drepa litla edlu sem teir eldudu ser i hadegismat. Eftir marga klukkutima upp a filnum og i hellidembu part ur leid ta komum vid loks a leidarenda. Tarna var kofinn sem vid attum ad gista i. Kofi er reyndar of finnt ord. Tetta var meira svona millistig milli skylis og kofa. Inni var ein skitug dina sem vid Marieke urdum ad deila. Leidsogumadurinn og strakarnir nadu ad brjotast inn i annan kofa og gistu tar. Tarna var enn einn fossinn sem madur gat synt i en vid vorum blautar og kaldar og ekki i sund studi. Tegar vid komum aftur eftir ad hafa skodad fossinn ta voru strakarnir bunir ad drepa gekko sem teir bordudu i kvoldmat. Tad var nu litid fyrir okkur Marieke ad gera svo vid spiludum adeins og forum svo snemma ad sofa. Eg reyndi lika ad vera adeins god vid filinn og gaf henni banana og mango tar sem eigendurnir voru ekkert vodalega godir vid hana. Daginn eftir voknudum vid snemma og roltum aftur nidur ad fossinum og morgunmaturinn var tilbuinn tegar vid komum til baka. Eflaust afgangurinn af gekkonum. Fillinn var svo latinn bada sig og vid logdum af stad til baka. Karfann virtist hafa hlaupid i rigningunni og eg og Marieke gatum enganvegin komid okkur saemilega fyrir. Teir felagar nadu ad skjota nidur fugl sem teir syndu okkur stoltir og eg og Marieke hrisstum hausinn tegar teir rettu okkur hann. Svo voru teir ordnir treittir a tvi hvad fillinn gekk haegt svo litli strakurinn bra a tad rad ad kveikja i nokkrum laufur og elta filinn med eldinum. Okkur Marieke fannst tetta ekki eins snidug hugmynd. Ad hraeda eitt staersta landdyr jardar med eldi tegar vid erum fartegar. Eg var lika ordin svo aum i ollum likamanum eftir ad sitja i keng i tessari krofu med spitu i bakinu ad mer var skapi naest ad fara nidur af filnum og labba bara. Svo for ad rigna og tad rigndi og rigndi med tilheyrandi trumum og eldingum. Svo slo einni eldingunni nidur rett hja okkur og ta var Marieke alveg nog bodid og mer lika. Vid satum bara nidurringdar med auman rass og bak og bidum eftir tvi ad komast aftur i torpid. En okkur hlakkadi ekki til ad teysast um hala sveitavegina a moto aftur til Sen Monorom. Tegar vid loksins, loksins komum aftur i torpid ta benti leidsogumadurinn okkur a ad hoppa upp a motohjolid hans. Badar tvaer. Tott eg hafi nu sed heilu fjolskyldurnar runtandi um a einu svona hjoli ta leist okkur ekki a ad setjast badar fyrir aftan manninn med farangurinn lika. En tad var ekki annad i bodi. Svo vid trodumst a hjolid og keyrdum i baeinn. Vid komum blautar og kaldar a gistiheimilid okkar sem ad sjalfsogdu var ekki med heitt vatn. Reyndar hef eg ekki komist i almennilega sturtu sidan eg kom til Kambodiu.

Eg kom svo til Phnom Penh adan og aetla halda sudur a morgun til Kampot.

3 ummæli:

xxxx sagði...

jeminneinitviliktogannadeinsaevintyri (sagt a innsoginu)

veit ekki alveg hvernig eg hefdi hondlad thessar adstaedur en eg vaeri samt alveg til i ad skipta vid thig. ertu ekki til i nordurslodafraediprof a morgun og evropumal a hinn daginn.

ha?
EKKI NEI !!!

djofull geturdu verid minni hattar

Nafnlaus sagði...

Þóra, þegar ég kem norður næstu helgi þá býst ég við að þú farir með mig í einhverjar svipaðar svaðilför - hlýtur að geta fundið eitthvað á Vaðlaheiðinni eða Pollinum... jafnvel á árabát?

-Hjördís

xxxx sagði...

heyrðu já ég geng í málið...

þetta verður kambódía norðursins 2007 ekki satt?

djúpsteikt pylsa með kokteilssósu hlýtur að jafnast á við leðurblökuna í ostrusósunni

strætókerfið á akureyri er ekkert ósvipað samgöngum þarna eystra...en ókeypis þó (neneneneneeeeeeeeeh herdís!)

og fleira og fleira ... Akureyri, öll lífsins gæði!

sjáumst hjördís... ef þú þorir