fimmtudagur, maí 17, 2007

Komin i nutimann

I gaer tok eg rutu fra Siem Reap til Bangkok, og tad var loooong rutuferd. Vegurinn milli Siem Reap og landamaeranna er einhver sa versti i Kambodiu og gengur su saga ad visst flugfelag sem einnig er tad eina sem flygur til Siem Reap se ad borga vissum stjornmalaflokki vissa upphaed til ad geyma ad lagfaera tennan veg tar til sidast. Rutan var lika alveg edal. Hun var ekki med farangursgeymslu og tvi var ollum farangri trodid i tau plass tar sem ekki sat folk. Eg sat aftast med fjall af toskum fyrir ofan mig og vid hverja dyfu ta turftum vid a aftasta bekk ad stydja vid fjallid. Tad tok 7 tima (med 20 hadegispasu) ad keyra ruma 120 km. Tad tok enga stund a komast yfir landamaerin og tvilikur munur a tessum 100 m. Kambodiu megin stokkladi madur a milli steina til ad vada ekki ledjuna upp i okla. Taelandsmegin var audvitad allt malbikad og steypt. Eg steig upp i fina rutu med ofsalega finum bleikum blundugardinum, og svo var ljuf okuferd til Bangkok. Engir brjaladir okumenn. Her er vinstri umferd, ekki bara svona allrahanda og eftir behag eins og i Kambodiu og Vietnam. Enginn gedveikislegur framurakstur. Ekki tad ad eg a eflaust eftir ad upplifa tad lika herna, bara ekki a tessum vegakafla. Tegar vid nalgudumst Bangkok ta stardi eg storeygd a risavaxin umferdamannvirkin, tad var eins og eg hefdi stokkid 30 ar fram i timan og eg la a glugganum eins og sveitastelpa nykomin af molinni og gapti tegar hahysin i Bangkok komu i ljos. Ja Taeland a sko meiri pening heldur en Kambodia og Vietnam.
En svo hofst leitin ad herbergi og tad var sko martrod. Rutan stoppadi vid hinn fraega Kaosan veg tar sem ollum bakpokaferdalongum er hent ut. En sa vegur og gotur i kring eru bara okur turistahverfi. Og eg bara neitadi ad borga 7 dollara fyrir rum i geymslustoru herbergi med adgangi ad sameiginlegu badi fyrir alla haedina. Tegar fyrir 5 dollara i Kambodiu fengi madur huggulegt herbergi med kabalsjonvarpi. Jafnvel 4 dollara. Eg var i samfloti med pari fra Uruguay og manni fra Argentinu og tau voru a sama mali. Eg og Paolo satum svo uppgefin a gangstettabrun og holludum okkur aftur a bakpokana a medan parid for og tekkadi verdid og standardinn a enn einu gistiheimilinu, ta gengu fram hja tvaer stelpur og spurdu hvort okkur vantadi herbergi. Taer bentu okkur a gistiheimilid sem taer vaeru a. Vid forum tangad og tar fekk eg herbergi med klosetti a 190 baht, eda 5,6 dollara. Tad dyrasta sem eg hef gist i midad vid standard. Hef audvitad gist i dyrari herbergjum en madur fekk ta lika fint herbergi. Tetta var bara beddi og klosett, punktur, og stubbalykt inni en tetta var eina einstaklingsherbergid med klosetti sem var laust og klukkan var ordin half tolf og mig langadi ad fara sofa.
I morgun keypti eg mida til Koh Tao og tek rutuna a eftir, verd komin a strondina a morgun :) jibby!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, það er sko dýrara í Tælandi. Ef ég man rétt kostaði mauraherbergið þeirra Ernu og Erlu á Krabi 350 bath.

Jenný