fimmtudagur, desember 04, 2003

Það var ágætis dagur í skólanum í dag. Við höfum undanfarið verið í fyrirlestrum um tilraunadýr og í dag var verklegur tími þar sem við lærðum hvernig við ættum að meðhöndla kanínur, mýs og rottur. Fyrst horfðum við á heimildarmynd um tilraunarottur sem var sleppt á bóndabæ til að sjá hvort þær væru enn með næga eðlisávísun til að lifa villtar sem þær reyndust hafa, svo þurftum við að galla okkur upp áður en við fengum að koma nálægt dýrunum. Fyrst fengum við kanínu og kennarinn sagði okkur að kanínur væru bara alls ekkert eins saklausar og varnarlausar og þær líta út fyrir að vera, minnir að hún hafi notað lýsinguna "eins og viðkvæm tígrisdýr" viðkvæm því hryggurinn á þeim er svo brothættur, tígrisdýr því þær hika ekki við að bíta og klóra. Þau í skólanum gáfust upp á að vera með hvítar albínóa kanínur því þær eru svo geðvondar að það var ekki hægt að hafa þær lausar saman heldur þurfti að hafa þær allar sér í búri. Annars voru bara slagsmál og læti og dauðsföll, þær ráðast nefnilega beint á kynfærin og rífa upp. Sú sem var með okkur talaði um að henni þætti bara ekkert sniðugt að sjá lítil börn vera burðast með kanínur eftir að hafa séð hvað þær geta gert við hvor aðra. Svo fór hún í hvernig ætti að pakka kanínu inn því þá eru þær rólegri og fynna til öryggis og svo hvernig maður ætti að taka þær upp án þess að þær myndu sprikla og þannig eiga á hættu að hryggbrotna. Næst var farið í mýsnar sem eru nú alltaf voðalega sætar en rotturnar voru teknar síðastar. Kennarnanum fannst þær vera skemmtilegastar og ákvað að save the best for last. Og svo fengum við allar að knúsa og klappa rottunum sem eru bara hinar vinalegustu.

Engin ummæli: