Fór á linkningskontorið í dag (skatturinn) að athuga með eitthvað eiðublað sem LÍN vill endilega fá, brúttóinntekt fyrir árið, LÍN trúir því ekki að ég hafi verið tekjulaus í Noregi. Konan þar kannaðist ekkert um hvað ég var að tala en lét mig fylla út eitthvað eiðublað. Þar sem folkeregesteriet er á sama stað þá skilaði ég inn tilkynningu um fluttning í leiðinni, ekki það að ég flutti fyrir hvað tveimur mánuðum... þeim er nær að gera manni ekki keift að gera þetta í gegnum netið. Hitt er bara bölvað vesen, sérstaklega þegar maður flytur nokkrum sinnum á ári og skrifstofan er bara opin í hádeginu.
Á leiðinni heim ákvað ég að taka t-banann upp á nýju t-bana stöðina í Nydalen sem er rétt hjá mér, athuga hvort hún væri í þægilegri göngufjarlægð. Það var alveg ótrúlegur munur þegar t-baninn skrölti af gömlu teinunum yfir á nýja sporið og bara leið áfram svússsss. Fór svo út í Nydalen í ansi hreint nýtýskulega stöð, allt glimrandi hreint og fínt og að fara upp rúllustigan var bara upplifelsi. Rúllustiginn er nefnilega í einhverskonar ljósagöngum sem skiptir litum með reglulegu millibili, marglit, græn, blá, rauð og ekki nóg með það neinei það er líka fulgasöngur og önnur ambienthljóð. Fyrst þegar ég steig í stigan og heyrði "tvít tvít" þá hélt ég að ég væri bara að heyra ofheyrnir en nei það var allt í lagi með eyrun á mér. Ég veit ekki hvaða vitleysingi datt í hug að eyða peningi í eitthvað svona, en samt þetta lífgaði upp á daginn hjá mér því mér fannst þetta alveg drepfyndið, að líða í gegnum ljósagöngin við róandi hugleyðslutónlist. Kannski það verði hvalahljóð og blátt ljósaþema næst. Þegar ég kom svo út úr stöðinni þá var ég svolítið áttavillt en kom fljótlega auga á stúdentagarðana í fjarska. Ég var nú ekki sú eina sem var villt en ég faldi það greinilega vel því þar sem ég stóð og leitaði að Bjölsen þá gekk til mín maður og spurði hvort ég væri kunnug hér og ég bara "neih, þetta er mitt fyrsta skipti hér" "jáhá sama hér, jafn villt og ég semsagt" svaraði hann. Í því kom ég auga á stúdentagarðana og byrjaði að labba af stað, þá kom til mín annar maður með miða í hendinni og spurði hvort ég vissi hvar einhver gata væri, var farin að halda að væri með "Informasjon" límt á mig einhverstaðar.
En allavega t-banastöðin er ekki svo langt héðan, svona 5 mín labb, en strætó stoppar hérna rétt fyrir utan svo samkeppnin er hörð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli