Það er juleavsluttning heima hjá Kaju, sem er með mér í bekk, í kvöld. Það verður boðið upp á jólagraut og glögg og Dag-Kristoffer verður með jólagetraun. Jájá það eru bara að koma jól! mér finnst það alveg ótrúlegt en er samt minnt á það á hverju kvöldi þegar ég horfi á jóladagatalið Nissene på låven (sem verður geðveikislegri með hverjum þættinum, nú þegar er einn búinn að fremja sjálfsmorð hann þoldi ekki skömmina eftir að það sást til hans fróa sér í hálminum..., nokkrir í ástarsorg, komið eitt par sem eru orðin ansi náið (sýnt var fullt af heyi, rauðir jólasveinabúningar og hvítur rass sem hreifðist upp og niður...) Og eftir síðasta þátt þá situr einn fastur í sílói (nissekamp hvaða lið var fljótast að renna sér í gegnum síló í staðin fyrir stromp gráskeggnissunum gekk ekki svo vel...)
En já jól... jólagjafir er alveg andlaus. Fór aðeins í bæinn á mánudaginn, fann ekki neitt fyrir neinn. Fann samt sæta skóbúð og langaði í alla skónna þar inni, en þetta voru ekki svona praktískir skór eins og mig vantar, mig vantar svona hversdagsskó, ætla láta mömmu gefa mér svoleiðis í jólagjöf.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli