miðvikudagur, desember 03, 2003
það er byrjaður jóla-"raunveruleikaþáttur" á tvnorge sem heitir Nissene på låven. Þetta er hópur fólks í jólasveinabúning sem býr í hlöðu. Það er skipt í tvö lið hvitskjeggnisse og gråskjeggnisse og eins og gefur að skilja þá er fólkið í hvitskjegg-liðinu með hvítt gervi skegg og hinir með grátt. Þetta er bara algjör snilld. Verkefnin voru að búa til jólaskraut og skreyta hlöðuna og auðvitað kom upp ágreiningur um hvernig ætti að fara að því. Loka keppnin var svo sú að einn úr hvoru liði átti að ákveða hvaða jólagjafir hentuðu hverjum fjölskyldumeðlimi. Það var sem sagt búið að hengja upp á töflu miða sem á stóð "pabbi" "mamma" "dóttir" "sonur" og gjafirnar voru t.d. bindi, straujárn og krullujárn. Krullujárnið reyndist afdrifaríkt því gráskeggsmeðlimurinn setti það hjá pabbanum. Fattaði ekki að þetta væri fyrir hár, hélt að þetta væri svona járn notað til að beygja rör. Hann var alveg miður sín og óttaðist mjög að vera rekinn í burtu, talaði mikið um að hér eftir yrði hann þekktur sem heimski sköllótti jólasveinninn sem vissi ekki hvað krullujárn var. Svo var hlöðuþingið og þá átti hver meðlimur að skrifa með glassúr á piparköku hvern hann vildi reka í burtu. Sem betur fer létu þau ekki sköllótta jólasveininn fara því mér finnst hann svo sniðugur, hló mikið þegar hann lá andvaka því tvær jólanissur kjöftuðu og flissuðu alla nóttina ekki á það bætandi hjá honum því hann á erfitt með að sofna á nýjum stað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli