mánudagur, desember 15, 2003

ég þoli ekki þegar maður kemur seint heim úr skólanum alveg glorhungraður og fær sér þá almennilega að borða, og það á þá að endast út kvöldið. En nei auðvitað endist það aldrei og ég er orðin svöng núna og nenni alls ekki að fara elda mér eitt né neitt og langar alls ekki í brauð. Svo það var bara eitt að gera, grjónagrautur. Kannski ég setji möndlu út í og hafi svo möndlugjöf! ætla vona að ég vinni... ég vinn aldrei neitt... jii ég er strax orðin spennt!

Engin ummæli: