sunnudagur, nóvember 02, 2003
nú hef ég bara verið að lesa en ekkert að glósa, strika bara yfir það sem er mikilvægt og tengist því sem stendur á læringsmaal listanum. Nú nálgast prófið óðfluga og ég sé fram á það að ég nái að lesa yfir efnið en ekki beint að fara í gegnum öll læringsmaalin aftur (þ.e. að skrifa eitthvað upp eftir þeim) þá er spurningin eftir lesturinn á ég að fara svara gömlum prófspurningum sem kennararnir hafa sent okkur, þetta eru spurningar úr fysiologi og anatomiu úr prófum síðustu 3 - 4 árin eða halda mig við læringsmaalin. Nú veit ég af gefinni reynslu að það að svara gömlum prófspurningum gefur yfirleitt bestu raunina en þar sem ég er að fara í nýtt próf, þ.e. próf sem er sambland af anatomiu og fysiologi, nokkuð sem hefur ekki verið áður þá vaknar sú spurning hvort að gömlu prófverkefnin hafi nokkuð að segja. Hins vegar er þetta nú sama efnið, það er bara verið að kenna það allt í einu svo maður myndi ætla að kennararnir myndu halda sig við sömu spurningarnar bara blanda þeim saman í mismunandi liði. Já... held ég svari þessum spurningum, maður fær alltaf nýja sýn á efnið þegar maður fer að svara svona spurningum, hugsa meira um heildina.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli