sunnudagur, nóvember 02, 2003
illa skrifuð læringsmaal eru bara killer, er búin að vera reyna fara yfir öndunarfærin og þessi listi yfir það sem við eigum að kunna er svo loðinn og óskýr, það er bara að gera mig geðveika. Þessi listi er bara ekki í neinu samræmi við þær kennslubækur sem við erum með svo maður er að grípa hluta héðan og þaðan úr nokkrum bókum og samt nær maður ekki fullnægjandi svari. Veit nú ekki hvað þessi kennari var að hugsa þegar hann setti þetta saman. Allavega ég er búin að fara yfir það sem stendur í lífeðlisfræðibókinni og er að klára það sem stendur í Dyce en samt finnst mér ég ekki vera miklu nær, allavega hvað varðar þessi læringsmaal. Hélt að ég myndi nú kannski græða eitthvað á þessu hefti sem við fengum og er á norsku en þar stendur mikið til það sama og í Dyce, ef ekki bara minna stundum. Svo er alltaf verið að hamra á okkur í tímum um mikilvægi ennisholanna í hauskúpum og vita hvar þær eru hjá mismunandi tegunundum og hvað þær eru klinískt relevant hjá þessum og þessum húsdýrum og það eina sem ég fæ út úr Dyce er að það getur komið sýking í þær! oh surprise surprise... hver hefur ekki stíflast allur og farið á pensillín eftir gott kvef. Já og svo með hesta, ef þeir fá tannpínu í efri jaxlana þá er hægt að opna í holuna fyrir ofan og berja jaxlinn niður ofan frá, sem mér finnst vera ansi brútalt en þetta er gert og víst eina leiðin til að ná jöxlunum úr því hestajaxlar eru með risarætur. Og svo með svín, svín eru með ansi víðtækt holusystem þannig að það er erfitt að deyfa þau með skoti við slátrun, erfitt að hitta í heilann. Þannig að í staðin fyrir að skjóta þau þá verður að notast við aðrar leiðir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli