Þar sem ég sat og horfði á minn daglega skammt af Scrubs (sem er sýndur í matartímanum, lögleg pása...) þá áttaði ég mig á því að ég er farin að skilja sumt af þessu læknistali, er allur þessi lestur virkilega farin að borga sig? Einnig um daginn var ég að horfa á C.S.I. og þá fattaði ég að þau eru oft að útskýra einföldustu hluti fyrir hvort öðru, eða það sem mér 2.árs dýralæknisnema finnst vera einföldustu hlutir. Þetta sló mig sérstaklega þegar í einum þættinum var verið að tala um sykursýki, það var auðvitað rætt um hana sem diabetes mellitus, nú það sem mér fannst vera skrítið var að þau ræddu um þennan sjúkdóm sín á milli eins og þetta væri eitthvað sjaldgæft fyrirbrigði. "Og hvað er það?" spyr einn réttarrannsóknarmaðurinn "jú það eru til tvær gerðir, típa eitt þar sem líkaminn framleiðir ekki insúlín og típa tvö þar sem frumur líkamans eru ekki nógu næmar fyrir insúlini" svarar hinn. "og hvað er hægt að gera við því?" "jú, típu tvö er hægt að strjóna með matarræði en típa eitt er alvarlegri og þarfnast lyfjagjafar" "já og hvaða lyf er það" "insulin" Og ég sat þarna og hugsaði með mér for crying out loud þetta vita allir með lágmarkskunnáttu í læknisfræði. Æjá þegar svona er komið þá vildi ég að ég gæti bara skrúfað fyrir kunnáttuna í hausnum mínum og bara horft fáfróð á þættina. Ekki það að mér finnst fínt að það komi fram réttar upplýsingar í C.S.I. það færi alveg með mig ef þau væru að koma með einhverjar rangar staðhæfingar (...dalton prótein hnuss, fáfróðir þýðendur...). Það er víst alvöru C.S.I kona sem er á settinu og lítur yfir handritið, sá viðtal við hana fyrir svolitlu síðan, hún sér um að það sem gerist í þáttunum sé ekki alveg út úr kú.
Þetta fær mig til að hugsa um fólk sem eru læknar og fornleifafræðingar og ég veit ekki hvað sem horfa á bíómyndir eins og Jurasic park og Dantes peak þar sem leikararnir slá um sig með einhverjum fansí smansí orðum sem eru svo ekkert fansí smansí orð þegar maður skilur þau heldur bara lame og hallærisleg og eitthvað sem fyrsta árs nemar vita alveg hvað er... Jiminn hvernig verð ég orðin sem útskrifaður dýralæknir... ætla rétt að vona að ég nái að þróa með mér húmor fyrir þessu, best að fara vinna í því!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli