föstudagur, nóvember 07, 2003

jæja þá er geðveikin búin. Gat svona helminginn þannig að það er möguleiki á að þeir sem fari yfir prófið hugsi með sjálfum sér, "nah hún hefði nú gott af því að lesa þetta aftur" og þá er ég fallin eða þá að ég skríði upp í E.
Þetta voru 7 verkefni. Nervesystemet, sirkulasjonsystemet, respirasjonssystemet, fordöyelsessystemet (meltingafæri) mjelkekjertler og laktasjon (mjólkurkirtlar og mjólkun) og svo þvagfærin, svo voru rúmlega 20 myndir af smásjársýnum og lífærum. Ég hafði lesið um allt nema meltingarfærin og mjólkurkirtlana, og auðvitað kom ekki það sem ég var búin að fara vel í taugakerfinu en ég gat samt svarað einhverju vegna fyrri áfanga. Jáhm... reyndar eina sem ég gat svarað alveg til fullnustu var um þvagfærin og sú spurning gilti reyndar mest. Var nú ekki alveg að skilja vægin á þessum verkefnum, öll verkefnin giltu 1 nema þvagfæraverkefnið það gilti 1,5 þannig að heildar vægið í prófinu er 7,5 sem þýðir hvað????

Jæja ætla fá mér að borða, pakka niður því ég er að fara til Bandaríkjanna á eftir að heimsækja Hjördísi! jíbbí!! hef ekki haft neinn tíma til að hlakka til þess og fæ eiginlega engan tíma því ég þarf að koma mér út á flugvöll eftir nokkra tíma. Þarf að taka strætó niðrí bæ klukkan 3, bíða svo eftir fyrstu lestinni út á flugvöll sem kemur 4:20. Þannig að ég fer ekkert að sofa, svaf í nokkra tíma áðan eftir prófið svo það er í lagi, sef svo bara í flugvélinni. Það er reyndar partí í skólanum á eftir, kannski maður kíkji aðeins og fái sér nokkra bjóra áður en maður fer út á flugvöll :)

Engin ummæli: