fimmtudagur, nóvember 06, 2003

*andvarp* ég er búin að gefast upp. Veit ekkert hvað ég á að læra, sit bara og horfi á allar bækurnar og allar prófspurningarnar og veit ekkert hvað ég á að leggja áherslu á. Þetta er bara svo mikið að ég er bara týnd.
Held ég geti bara gleymt þessari anatomiu, þrátt fyrir allar þessar krufningar þá situr bara ekkert eftir í mér, ég man ekkert hvaða vöðvar eru hvar eða hvað þeir gera, hvaða taugar og æðar liggja hingað og þangað, þannig að ég þetta myndapróf verður bara eitthvað rugl.
Hver kom með þessa asnalegu hugmynd að ég færi að læra dýralækninn í Noregi? vill sá hinn sami gefa sig fram svo við getum rætt alvarlega saman!

Engin ummæli: