mánudagur, nóvember 24, 2003

ég er búin að vera á fótum síðan hálf fimm, ástæðan: líkamsklukkan mín er í algjöru rugli ...ennþá... Hélt þetta væri nú komið í lag þar sem ég var nú búin að vera mæta í skólann og svona, vakna á skikkanlegum tíma og líka sofna á skikkanlegum tíma alveg tvisvar sinnum. En neih, vaknaði af einhverjum ástæðum klukkan átta á laugardagsmorgun og var bara glaðvakandi svo ég fór á fætur og var eitthvað að dútla mér fram eftir morgni en svo um tvö leitið var ég orðin dauðþreitt og ákvað að leggja mig aðeins, bara svona klukkutíma eða svo. Lagðist niður lokaði augunum og næst þegar ég opnaði augun var klukkan orðin hálf sjö! Skiljanlega svaf ég ekkert um nóttina. Rúmlega fjögur ákvað ég að gera heiðarlega tilraun og klemmdi aftur augun en ekkert gerðist svo ég fór að lesa, var nú orðin þreitt og ákvað að reyna sofna en nei það gekk ekki. Dró þá fram næringarfræðina því ef eitthvað svæfir mann þá er það námsefni en ég bara las og las næringarfræði. Kláraði að lesa allt fyrir prófið sem ég fór í dag, reyndi svo að leggja mig áður en ég færi að reikna nærgingarfræðisdæmi en sofnaði ekki. Var orðin of þreitt til að reikna svo ég horfði aðeins á sjónvarpið. Upp úr hádegi fannst mér þetta ekki ganga lengur ég yrði nú að ná smá svefni og ég lagðist upp í rúm og klemmdi aftur augun og var að reyna sofna þegar mamma hringdi í mig. "hvað ertu að gera?" "reyna að sofna" "ha! reyna að sofna núna" "já ég er ekkert búin að sofa síðan í gær" mamma kom með ýmis svefnráð, svo eftir samtalið þá fór ég út í smá göngutúr. Kom heim, fékk mér að borða. Þá var klukkan orðin hálf fjögur, ég ákvað að leggja mig til sex. Sofnaði loksins og vaknaði við klukkuna. Gerði heiðarlega tilraun til að reikna dæmi, var allt of þreitt, tók þá ákvörðun að fara bara að sofa, vakna snemma og læra þá fyrir prófið. Og það gerði ég. Fór að sofa hálf átta um kvöldið og vaknaði hálf fimm mjög spræk, lærði fyrir prófið sem enginn vissi hvað maður ætti að læra. Mætti í skólann hress og fersk enda búin að vera á fótum lengi. Fór í tíma um móðuratferli hjá svínum. Fór í prófið, gekk álíka vel og öllum öðrum, sem sagt gat svarað svona 1/3.

Þetta próf var nú meira ruglið, það vissi enginn hvað hann ætti að læra, jú við vissum að þetta væri úr fyrstu 43 bls og prófið yrði samsett úr stuttum spurningum þar sem við ættum helst að svara bara með einu orði. En hvað maður ætti að læra það var aftur allt annað mál.

Var samferða Önju heim úr skólanum, hún býr rétt hjá mér var ég að komast að. Anja var brún og sælleg eftir að hafa verið í viku á Kanarí. Held ég geri þetta næsta vetur, skrepp í viku til Kanarí, það er nefnilega ekkert svo dýrt. Anja var að hrósa mér fyrir norskuna mína, ég sagði að þetta væri bara rugl í henni að ég talaði alveg hræðilega norsku og hún bara neinei þú segir réttu orðin og talar málfræðilega rétt líka og ég bara nú? ó... Annars er rosalegur daga munur á mér, stundum kemur ekki stakt orð af viti frá mér, greinilegt að í dag var góður dagur

Engin ummæli: