mánudagur, nóvember 24, 2003

ég veit ég veit, ég hef verið löt að blogga og ennþá latari að skrifa um Bandaríkjaferðina mína en hérna kemur allavega dagur nr. 1

Laugardagur
Eftir að við komum frá flugvellinum (og eftir að hafa jafnað mig af vonbrygðunum yfir því að hafa rétt misst af Strokes, helvítis öryggiseftirlit) Þá fékk ég að leggja mig aðeins. Ég hafði ekkert sofið í langan tíma, svaf í kannski tvo tíma fyrir prófið, lagði mig í nokkra tíma eftir prófið en annars var ég alveg ósofin. Hjördís var samt ekkert á því að leifa mér að hvíla mig (þótt hún væri alltaf að tala um að ég þyrfti nú að fá að leggja mig fyrir kvöldið) hún var svo spennt að sýna mér hvar allt væri í Carrollton (ég náði að tala hana af sightseen túr um Atlanta) Svo við fengum okkur að borða á Taco bell (auðvitað var strax byrjað að kynna mig fyrir þeim kræsingum sem Bandarískur skyndibitamatur hefur upp á að bjóða) og svo var rúntað um Carrollton og Hjördís benti hingað og þangað á hvern merkisstaðin á eftir öðrum. Loksins stoppuðum við fyrir utan Bowdon og roguðumst með töskuna mína inn. Þegar við vorum komnar upp á aðra hæð rákumst við á Anisu í eldhúsinu. Það var ákveðið að fara á The Boder um kvöldið og fá sér margarítu. Ég fékk svo loksins að fara upp í herbergi og leggja mig aðeins. Anisa kom svo seinna upp í herbergi til okkar og við fórum á The Border og fengum okkur nokkrar margarítur. Meðan ég var að skipta um föt komu upp umræður um röndótta sokka sem áttu eftir að vera viðvarandi alla ferðina. Sem sagt þessi röndóttusokkatíska sem hefur verið hér í Evrópu hefur ekki breiðst til Bandaríkjanna svo það var yfirleitt haft orð á sokkunum okkar Dísanna. Anisa gerði heiðarlega tilraun í að reyna ná þessu trendi með því að kaupa loðna röndótta sokka fyrir Virginiu (er líka RA með Hjördísi) sem átti afmæli, nema hvað þetta voru bara alveg agalega ljótir sokkar en ég og Hjördís brostum bara og sögðum "ferlega fínir!" þegar við vorum spurðar álits.

Engin ummæli: