þriðjudagur, nóvember 25, 2003
ég er í vondu skapi. Féll á helvítis anatómíu og fysiologí prófinu (kom svo sem ekkert á óvart!) og til að gera daginn ennþá betri þá fór einhver gamall róni að tala við mig í strætóskýlinu. Ég get svo svarið það ég er algjör róna og aumingjasegull. Ég var sem sagt að labba heim úr skólanum (já ég er farin að labba heim því ég er orðin fitubolla og ekki sátt við það) nema hvað ég mundi allt í einu að ég átti enga mjólk og vantaði ýmislegt svo ég kom við í Rema. Og þá nennti ég ekki að labba upp brekkuna með pokan svo ég ákvað að hoppa bara upp í strætó. Um leið og ég sest í strætóskýlið, og ég meina um leið var í rauninni að setjast þá kemur einhver róninn til mín. Hallar sér upp að mér og segir "skal du ta bussen?" ég jánkna og færi mig snarlega frá, hann færir sig ennþá nær og spyr "er du fra Oslo?"  "nei jeg kommer fra Island" "Island!! saa fint!" segir hann og klappar mér á bakið. Sem betur fer kemur strætó og ég flýtti mér upp í hann. Svo sest ég niður og allt í einu sé ég rónann koma labbandi, skimandi um strætóinn og ég bara ó guð, og reyni að láta fara lítið fyrir mér en auðvitað kom hann auga á mig og settist á móti mér. "Varst þú ekki frá Íslandi?" jújú... sagði ég og reyndi með því að segja "ég vil ekki tala við þig!" og svo byrjaði hann að babla eitthvað, ég nennti ekki að hlusta og svo var hann þvoglumæltur. Hann fór sem betur fer fljótlega út en ekki fyrr en hafði klappað mér á kinnina í kveðjuskyni *hrollur* Svo fór hann út úr strætó, og veifaði mér bless og svo þegar strætó tók af stað þá hélt hann áfram að veifa mér og hljóp veifandi eftir strætó.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli