undan farna daga hefur viðfangsefnið í skólanum verið hesthaus, og það er ekki lítill sætur hesthaus eins og íslensku hestarnir eru með nei nei nei, ég og Maria fengu haus af tröllahesti sem nær yfir hálft borðið og er ógeðslega þungur! þegar við vorum að rogast með sjefferhundinn frá kælinum og yfir á borðið þá gátum við nú alltaf borið hann saman en það er í rauninni enginn möguleiki með hesthausinn. Fyrir það fyrsta er ómögulegt að ná góðu taki nema þá kannski á eyrunum og faxið en samt ekki svo maður verður bara að taka risahausinn í fangið og rogast með hann yfir að borðinu og reyna að fá eins lítið af blóði á buxur og skó eins og hægt er (lekur endalaust úr sárinu á hálsinum...) Þannig að slopparnir okkar Mariu eru ekki mjög fallegir lengur, blóðugar axlir og svona og auðvitað hrosshár út um allt. Af einhverjum ástæðum festist hestablóð mun fastar við áhöld en t.d. hunda- og geitablóð og í rauninni er bara mun meira blóð. Þegar við vorum með geitina þá blæddi ekkert svo mikið (þrátt fyrir að hún væri fersk úr sláturhúsinu) en með þennan hesthaus þá er maður með blóðuga hanska að reyna fletta í anatómíubókinni og krufningaleiðbeiningunum og já mér finnst vera komið of mikið af blóðugum blaðsíðum í fínu bókina (sem er á leiðinni að verða ekkert svo fín lengur)
Annars vinnum við Maria ágætlega saman hún er flínk í að muna hvað hlutirnir heita og ég er flínk í að finna þá, ég er bara ekki að muna þessi latnesku heiti það eina sem situr almennilega í mér (og ég veit alveg hvar er!) er trunkus vagosympathicus veit líka hvar taugin greinist í truncus sympathicus og n. vagus,10. heilataug! yesssss.... veit m.a.s. hvar hún er í brjósholinu. En já Maria er klaufi, hún er ein af þeim sem ætlar að fara varlega en jáh bara alveg óvart úps! eins og þegar hún ætlaði að sýna mér eitt voðalega sniðugt á hesthausnum, ef maður sprautar vatni innum útganginn á táragöngunum í nösunum þá byrjar að leka úr augunum, "úhh Hardis Hardis sjáðu, ég verð að sýna þér svolítið sniðugt" svo dró hún upp stóra sprautu fulla af einhverjum vökva "heyrðu helduru ekki að þetta sé bara vatn?" "ööömm júú örugglega..." "jújú segjum það bara" Svo stakk hún nálinni inn í gatið og ætlaði auðvitað að fá gott rennsli út um augað svo hún þrýsti kröftuglega á sprautuna með þeim afleiðingum að nálin datt af og vökvinn í sprautunni frussaðist út um allt, meðal annars fékk Maria slatta upp í sig. Ég sem er hins vegar farin að kunna á Mariu og þegar hún ætlar að sýna eitthvað sniðugt hafði haldið mig í góðri fjarlægð. Maria, auðvitað hljóp að vaskinum og skolaði munninn vel og vandlega og var með skítabragð upp í sér það sem eftir var krufningarinnar. En hún var samt alveg til í að gera aðra tilraun og ég bara "nei Maria veistu ég held við ættum bara að láta það vera..." Hún er samt ógeðslega handsterk svo þegar við erum að saga og klippa bein þá læt ég hana alveg um það, og held mig bara í góðri fjarlægð.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli