miðvikudagur, október 22, 2003
það snjóaði smá í gær og það er farið að verða soldið kalt, ætli haustið sé ekki að verða búið og veturinn að fara koma. Ég verð nú að viðurkenna að Oslo lítur vel út í haustlitunum, þótt það sé ekkert voðalega hlýtt þá er oftast sól og trén öll rauðum og gulum tónum, bara frekar kósí. Maður er bara ekki vanur að hafa svona árstíðir, á Íslandi er bara bjart, rok og rigning og ekkert svo kalt og svo dimmt, rok og rigning og kalt. Og nú fer maður að fá komment að heiman þegar maður segir að það sér frost í Osló, já hérna á Íslandi er nú 8 stiga hiti! eins og skyndilega hafi Ísland bara breyst í tropical island og sé þá stundina hlýjasti staðurinn í Evrópu og þar með sé gott veður á Íslandi, veistu þá vil ég heldur 5 stiga frost, logn og sól heldur en 8 stiga hita, rok og rigningu (það lyngdi nú aðeins eftir hádegi síðasta laugardag og svo voru heilir 5 góðviðris dagar í röð í sumar!)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli