ég fékk símtal frá Íslandi í gærkvöld, mér finnst gaman að fá símtal frá Íslandi, tala nú ekki um þar sem sunnudagssímtalið féll niður um helgina þar sem mamma er í Edinborg að heimsækja Bekku systur. Þetta var sem sagt hann Þorgeir að fá leiðréttingar á villum sem Hjördísi hafði yfirsést þegar hún las yfir Kjölturakkann, nýju drykkjubókina sem Þorgeir er að fara gefa út. Ég af góðmennsku minni féllst á að lesa yfir bókina og leiðrétta, Þorgeir "jæja eigum við þá að byrja?" Ég "jáhm, hérna fyrsta orðið..."
Annars var ágætt að tala smá íslensku, hef ekki talað íslensku síðan um helgina og af einhverjum ástæðum finnst mér norskan mín bara fara versnandi! veit ekki alveg hvað er í gangi.
Sá fréttaþátt á annarri sænsku stöðinni sem ég er með, það var verið að fjalla um ástandið í Bólivíu og þá aðalega La Paz, mín gamla heimaborg. Veit ekki hvort nokkur annar en ég hafi tekið eftir því en það hafa verið mikil mótmæli í gangi og allsherjar verkfall, fólk dáið í mótmælunum og matar og bensín skortur í La Paz, þetta endaði með því að forsetinn sagði af sér (ekki alveg af sjálfstáðum...) og nú er kominn nýr forseti. Mér finnst alltaf gaman að heyra Bólivíska spænsku og fatta að ég hafi bara ekkert misst hana niður, alltaf þegar ég heyri aðra spænsku eins og frá Mexico eða Spáni þá skil ég voða takmarkað en svo einstaka sinnum heyri ég La Paz spænsku og þá bara skil ég allt! jei
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli