laugardagur, október 25, 2003
ó mæ gúd! hvað ég er búin að vera lesa leiðinlegt í dag sjííssss. Hef verið að lesa um sogæðakerfið og eitla, uppbyggingu eitla, miltað og thymus (sem heitir aftur hvað á íslensku... flettifletti.. hóstarkirtill!) og til að gera þetta ennþá leiðinlegra og erfiðara að lesa þá hef ég þurft að vera blaða í mörgum bókum til að finna hlutina sem ég á að kunna, samkvæmt læringsmål-listanum. Svo ég hef setið með 5 bækur fyrir framan mig (án gríns) og svo eitt kompendium (hefti) sem er á norsku og þetta norska heftir er algjör killer, kræst hvað það er leiðinlegt að lesa það. Núna er ég alveg komin með nóg af þessari anatómi og ætla að hoppa yfir nokkur atriði eins og t.d. mukosa-assosiert lymfatisk vev ( sem er skamstafað á ensku MALT, ætti nú að geta munað það...) og svo tarm-assosiert lymfatisk vev eða GALT og svo annað leiðinlegt eins og uppbygging hemalknuter hjá jórturdýrum og bursa Fabicii hjá fuglum. Í staðin ætla ég bara að lesa ónæmiskaflann í lífeðlisfræðibókinni sem ég veit að er skemmtilegri lesning en ofnagreind atriði. Það eina sem hefur fengið mig til að hugsa "neih þetta er nú gaman að vita" í dag er að nú veit ég afhverju maður fær hlaupasting! hann kemur því miltað herpist saman þegar það er að dæla út fleirum rauðum blóðkornum svo maður geti tekið upp meira súrefni við líkamlega áreynslu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli