jæja þá er loksins komið jólatilboð frá flugleiðum og ég stökk til og keypti miða heim. Undanfarið hef ég verið að athuga með fargjald og það hefur hingað til verið rúmlega 3700 nkr, svo núna loksins var komið jólatilboð þar sem þeir lugu að miðinn Osló - Keflavík - Osló væri á 2900 nkr. Ég gat hins vegar ekki fundið miða krónu lægri en 3300 nkr. Þannig að til að fá það flug sem ég vildi þá hugsaði ég með mér að ég fengi örugglega ekki miða á lægra en þetta (get hins vega stokkið til Boston fyrir 2900 nkr en það er annað mál...) Jáhm, ég kem sem sagt heim seinnipartinn á föstudeginum, þann 19.des og fer svo aftur út 4.jan sem er sunnudagur og loksins, loksins fæ ég seinnipartsflug til Osló. Ekkert þetta bull að vakna fyrir allar aldrir til að ná vélinni hálf átta núna get ég bara haft það náðugt og flogið klukkan 17, ferlega fínt :)
Síðasti kennsludagur er sem sagt 19.des hjá mér, ég er í skólanum fyrir hádegi, hleyp svo heim næ í töskuna (verð auðvitað búin að pakka) tek strætó niðrí bæ og lestina upp á flugvöll og verð komin heim hálf fjögur! eða verð lent þá kem þannig lagað séð ekki heim heim fyrr en hvað... um fimm leitið.
Nú er svo spurningin hvort ég eigi að fara sníkja mér einhverja vinnu á meðan ég er heima eða hvort ég eigi að nota þessa fáu daga í frí... ég verð að viðurkenna að fá smá jólafrí í fyrsta skiptið í nokkur ár er mjög freistandi, hins vegar væri líka gott að fá pening! svo er líka spurning hvort að Ottó vilji nokkuð fá mig í ríkið...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli