jæja þá er ég búin að jafna mig eftir fjösfest... eða svona nokkurnvegin er ennþá aum í iljunum ( helv. hælar...) og já ég fór í kjólnum, rosa gella bara drop dead gorgeous þótt ég segi sjálf frá. Verst að ég er í stúlknaskóla svo það voru engir strákar til að veiða, þeir fáu strákar sem eru í skólanum eru á föstu eða já það er ástæða fyrir því að þeir eru ekki á föstu heheh... Kvöldið (eða dagurinn) byrjaði á því að við Íslendingarnir sem vorum að fara hittumst hjá Hjalta klukkan fimm til að borða eða hin hittust klukkan fimm ég var fashionably late og mætti tæplega sex, á boðstólnum var taco, ég í sakleysi mínu bað Hildigunni um að rétta mér vatnsglas og það sló bara þögn á hópinn "ha? rétta þér hvað??" spurði Hildigunnur á móti "öö... vatnsglas til að drekka með tacoinu..." "þú drekkur ekkert vatn í kvöld!" heyrðist úr öllum áttum "já en ég á ekki bjór..." "hvaða vitleysa er það! vill einhver rétta henni bjór!" sagði einhver og áður en ég vissi af var komin bjórdós og glas fyrir framan mig.
Svo mættum við niðrí skóla í fordrykkin rúmlega sjö, skelltum í okkur nokkrum glösum af freiðivíni, ég setti auka skó og áfengi inní skápinn minn (ferlega þægilegt að djamma svona í skólanum) og svo röltum við yfir í hestaklinikina þar sem fjösfest er haldið. Það var ferlega gaman að sjá alla svona uppstrílaða og já það er langt síðan ég dressaði mig svona upp. Eftir að við vorum sest við borðið þá leið ekki á löngu fyrr en bjórinn fór að flæða og stuttu seinna var grauturinn spilaður inn, jájá það er bara seremonía einhver stelpa spilar grautarlagið á fiðlu og larvene sem þjóna til borðs ganga á eftir fiðlunni með grautarskálarnar og þannig ganga þau í halarófu um allan salinn og svo er grauturinn settur á borðið og fjösfest er formlega hafið. Ég ákvað að vera mjög gáfuð og snerti ekki á ákavítinu heldur hélt mig bara í ölinu. Agnes var mjög dugleg í ölinu og líka ákavítinu og já þegar maturinn var hálfnaður ældi hún í rennuna (þægilegt að hafa svona fest í fjósi...) sem var nú svo sem allt í lagi nema hvað hún náði að sletta svolítið á kápuna mína, sem ég var nú ekki alveg sátt við...
Svo voru auðvitað skemmtiatriði, alltaf fenginn einhver til að vera með stand up og svo er lesið upp slúður um fólk í skólanum. Um ellefu leitið var svo öllum smalað út og fólk slagaði yfir í kantinuna þar sem ballið var haldið, inn í matsalnum var svona big band sem spilaði swing og inn á bodega var þetta venjulega diskó, og já það gerðist svo sem ekkert merkilegt, maður auðvitað dansaði inn á bodega og svo tókum ég og Kári smá sveiflu inn í matsal (gaman þegar strákar kunna að dansa :) Hef svo ekki hugmynd hvenær hinir íslendingarnir fóru því ég rakst á Sösju, Elin og Ainu úr bekknum mínum og hékk mest megnist með þeim (fékk mikið hrós fyrir kjólinn ;) og þannig var það, veit ekki klukkan hvað ég fór heim, en heim fór ég.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli