Fjösfest er á morgun og þar sem maður á nú að mæta árshátíðarfínn þá vantaði mig bol og nýja skó (náði að eyðileggja einu fínu skónna mína við síðustu notkun) Svo ég fór í bæinn eftir skóla í dag og mátaði og mátaði boli og fann engan sem ég leit vel út í, endaði með því að kaupa gellukjól... en núna er ég að hugsa hvort hann sé aðeins of mikill gellukjóll. Hann er svartur og svona bundinn fyrir aftan hálsinn svo bakið er alveg bert þannig að maður getur ekki verið í brjóstahaldara sem er nú allt í lagi því ég er með svo lítil brjóst að ég get alveg sleppt því að vera í brjóstahaldara. Sé til hvort ég þori að mæta svona eða ekki.
Keypti mér svo skó... háhælaða! ég geng aldrei í háhæluðum skóm en það er kannski kominn tími til að ég byrji á því. Alltaf þegar ég minnist á að ég gangi ekki í háhæluðum skóm þá heldur fólk alltaf strax að það sé útaf því að ég er svo hávaxin og ég fæ svona "já en það er allt í lagi þótt þú sér hærri en allir strákarnir" og já ég veit að það er allt í lagi, mér er líka nokk sama. Ástæðan fyrir því að ég geng ekki á háum hælum er út af því að mér finnst það óþægilegt, maður verður þreittur í fótunum og bakinu. En núna skal þetta breitast, (líka gengur ekki að vera á flatbotna við kjólinn...) komin tími til að ég sætti mig við að sem kvennmaður þá verð ég bara að láta sumt yfir mig ganga, þannig að í dag er ég búin að ganga á skónnum að reyna venja mig við og núna ég farin úr þeim... en bara í smá tíma!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli