var að skoða júgur áðan, við fengum geitajúgur nýskorið af dýrinu, fullt af mjólk. Ég var eitthvað að færa það til og tók í annan spenan og bara mjólkurbunan sprautaðist úr út á gólf, "neih en sniðugt!" hrópaði Tine "má ég prófa" og hún kreisti spenann og passaði sig að miða vel fram hjá mér, Tine er ekki góð í að miða...
Ég skil núna afhverju strákar eru svo viðkvæmir fyrir því þegar verið er að tala um geldingar og þess háttar, það var svolítið skrítið að skera í gegnum spenana og skoða hvernig þetta lítur allt út. Stelpurnar voru nú ennþá viðkvæmari en ég gagnvart þessu, Sajsa rétti mér hnífinn og Maria hélt um brjóstin á sér ég meðan ég skar þvert í gegnum spenann og inní júgrið. Það var engin svona viðkvæmni í gangið þegar við vorum að skoða kvenkynskynfærin, þar er örugglega vegna þess að þetta liggur allt inní okkur á meðan brjóstin eru aðeins sýnilegri.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli