þriðjudagur, október 28, 2003

ég held ég hafi bara aldrei lesið jafn leiðinlega læribók og Textbook of veterinary anatomy. Þetta er svooooo þurr texti. Maður byrjar að lesa og svona jújú skilur alveg fyrst en eftir að hafa lesið nokkra stund um hluti sem liggja til hægri og vinstri, caudodorsalt en samt líka cranialt proximalt við hinn hlutinn þá er ég alveg týnd. Er að lesa um hjartað, mér fannst einu sinni hjartað vera skemmtilegt líffæri... mér finnst það ekki lengur... Bara svona til að þykjast vera læra eitthvað smá þá litaði ég hjartamyndirnar, því þrátt fyrir nokkrar hjartakrufningar þá á ég í mesta basli með að þekkja allar æðarnar og svo hvernig hjartað liggur í sjálfri skeppnunni. Og þegar ég fæ svona hjarta í hendurnar þá er ég alveg heillengi að fatta hvað snýr cranialt (að hausnum) og caudalt því þetta er bara ekki eins og í manninum, því þegar maðurinn ákvað að standa á tveimur fótum þá ákvað hjartað að færa sig aðeins líka, svo að í rauninni sá hluti hjartans sem snýr cranialt í fjórfætlingum er þar með orðinn ventral hjá manninum... eða eitthvað svoleiðis. (og fyrir þá sem nenntu að lesa þetta og hafa ekki hugmynd um hvað ég meina með öllum þessum orðum þá er dorsalt = baklægt, ventralt = kviðlægt, cranialt = hauslægt, caudalt = rasslægt)
flehh.. farin að lesa lífeðlisfræðina

Engin ummæli: