blehh... afskaplega er ég orðin léglegur bloggari... og ástæðan? jú ég er bara heima hjá mér og les anatómíu og lífeðlisfræði þannig að ég hef bara ekkert að blogga um því ég geri ekki neitt. Í gær rölti ég reyndar út í búð og enn einu sinni lenti ég á kassa hjá líflega stráknum, hef sjaldan lent á afgreiðslumanni sem er svona líka ekkert að reyna leyna því hvað hann nennir ekki að vera þarna. Hann býður aldrei góðan daginn, hann er yfirleitt mjög upptekinn við að lesa, skrifa og senda sms, svo upptekinn reyndar að hann hefur varla tíma til að renna vörunum í gegn og taka við greiðslu. Maður þarf oftast að byðja hann nokkrum sinnum um að fá poka og að sjálfsögðu fær maður ekki "ha det bra!" Held að Ottó myndi nú segja eitthvað ef ég myndi haga mér svona í Heiðrúnu...
Þetta er í Rimi, að sjálfsögðu er maður alltaf afgreiddur með bros á vör í pakistanabúðinni, þeir eru reyndar alveg örugglega ekki frá Pakistan... hmm... hvaðan ætli þeir séu...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli