Helgin já...
Við Íslendingarnir höfðum ákveðið að hittast á föstudeginum, svona aðalega til að Helga og Eyrún gætu hitt alla, en þær voru að byrja í skólanum. Planið var að fara bara í bæinn um eftirmiðdaginn ef það yrði gott veður en svo var bara rigning. Ég og Eyrún fengum far með Agnesi upp á Kringsja en Helga greyið var eitthvað kvefuð og mætti ekki í skólann. Það var nú aðeins farið að létta til og ættluðu allir að vera bara samferða niður í bæ frá Kringsja. Nema svo settumst við inn í eldhús hjá Hildigunni og Agnesi, seinna komu svo Arnar og Hjalti. Svo var opnaður bjór. Ég hafði nú ekki planað að fara á djammið um kvöldið hvað þá beint eftir skóla og var nú frekar púkaleg til fara. Mér og Eyrúnu var réttur bjór og þar sem ég hafði nú ekki komið með neitt þá ætlaði ég að láta bara þar við sitja, Hildigunnur var nú alltaf að suða í mér og Eyrúnu að labba út í búð að kaupa meiri bjór en þar sem mér langaði max í svona 2 bjóra í viðbót þá nennti ég ekki að labba út í búð fyrir 2 bjóra. Nema hvað Hildigunnur hélt áfram að suða og suða svo 10 mín í sjö (búðin lokar sjö) ákváðum ég og Eyrún að stökkva út í búð, og auðvitað var lokað á nefið á okkur svo við snérum bara tómhentar til baka, og svo sem alveg sáttar við það. Fólkið var nú orðið svangt svo Hildigunnur stökk út í hina búðina, sem er opin lengur en gleymdi að endurnýja áfengissöluleyfið sitt, og keypti kjúkling í allt liðið. Kvöldið fór svo þannig að ég fékk alltaf meiri og meiri bjór og svo gin... Hildigunni langaðir rosalega í bæinn (en engann annan svo sem) svo við enduðum á því að taka síðasta t-banan niður í bæ. Fórum á Galleríet (að ósk Hildigunnar) þar var nú ekkert spes frekar lame tónlist en þar sem við höfðum borgað 80 kr inn þá létum við okkur hafa það að dansa bara við r&b. Við endumst ekki einu sinni fram að lokun og fórum að fá okkur að borða og svo var haldið heim á leið. Myndir frá kvöldinu eru hér
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli