úff ég er þreitt... var að koma heim úr skólanum rosalegur dugnaður í mér.
Ástæðan fyrir því að ég bloggaði ekkert í gær, jú ég kom ekki heim fyrr en að verða hálf tólf um kvöldið. Ég var í verklegu í allan gærdag, um morguninn vorum við að skoða munnhol, tungur og tennur (erum að læra um meltingakerfið núna ) og eftir hádegi var haldið áfram með hestalöppina, krufningartíminn eftir hádegi er til þrjú en þar sem þetta gekk e-ð seinlega hjá okkur þá ákváðum við að vera aðeins lengur svo ég var ekki búin fyrr en rúmlega fjögur.
Maria hafði svo spurt mig hvort ég vildi ekki koma með henni að fadderast, hún ætlaði að taka larvegrúbbuna okkar í bæinn og sýna þeim gagnlega staði í Osló. Ég skaust því heim eftir verklegt og fékk mér aðeins að borða og skipti um föt og hitti svo hópinn kl 5 við Kantinuna (matsalurinn) þá voru busarnir að tala um einhverja rugl-fyrirlestra sem voru búnir að vera, en þá kemur einhver kandidat og þykist vera kennari og talar bara um eitthvað bull sem busa greyin glósa niður samviskusamlega, stelpan var að lesa upp úr glósunum sínum og það var nokkuð skondið, smá norskur dýralæknahúmor sem ég ætla ekkert að fara endurtaka hér. Maria mundi nú ekki eftir því að það hefði verið einhver svona fyrirlestur og ég sagði henni að ég myndi ekki vita það því ég hefði ekki skilið neitt fyrstu mánuðina...
Við fórum svo niður í bæ og María sýndi okkur (já mér líka...) hvar aðal lögreglustöðin er, læknavaktin (gagnlegt) og svo auðvitað uppáhalds barina hennar Maríu (mjög mikilvægt) og hvar besta kebabið er í Osló (ennþá mikilvægara) Við fengum okkur smá öl og auðvitað kebab, Maria mælti sérstaklega með shish kebabinu svo það var bara shish kebab á línuna, mjög gott og ódýrt, 33 kr. María fór svo heim því hún var svo þreitt en ég fór með larvene aftur upp í skóla því það var velkomst-bodega, reyndar vissi ég að við værum svona frekar snemma í því (klukkan var 9) en ekki að við værum svo snemma að enginn væri mættur... Elin og Stian voru mætt að gera allt klárt svo ég settist bara hjá þeim en larvene fóru í forspiel (fyrirpartí) svo fór fólk að koma og ég sat við barinn til rúmlega 11 og ákvað þá að vera gáfuð og fara heim. Ég var mikið að spjalla við stelpu sem heitir Ellen og er larve, hún hefur búið á Íslandi í 3 ár og talar alveg fullkomna íslensku, ekki að heyra á henni að hún sé útlendingur alltaf gaman að hitta svona fólk, og fannst mér voða gott að tala smá íslensku eftir alla þessa norsku...
Kjersti sænska konan birtist svo í gær en hún hafði verið með mér og Þórunni í krufningarhóp, ég hafði bara verið búin að ákveða að hún væri hætt og flutt mig yfir til nágrannana (eða þær buðu mér yfir). Þegar hún mætti svo í gær spurði ég hana hvort við ættum ekki bara að skipta okkur niður á hina hópana því það væri eiginlega ekki hægt að vera tveir í krufningarhóp, það er nú ekki mikill hópur... og svo langaði mig bara ekkert til að vera vinna ein með henni því hún er alveg stórfurðuleg og hún féll í öllum prófunum á síðasta ári og er alveg afskaplega lengi að ná hlutunum, það var allt í lagi að hafa hana þarna þegar Þórunn var með því þá vissum við allavega hvað við áttum að gera en Kjersti bara svona fylgdi með. Kjersti skildi nú ekki afhverju við gætum ekki bara verið tvær í "hóp" fannst það alger óþarfi að fara flytja sig yfir á hina hópana, allavega þá setti ég dótið mitt hjá nýja hópnum mínum og svo fór ég upp í lessalinn að sækja anatómiubókina mína og þegar ég kom aftur niður þá var Kjersti sest ein við gamla borðið okkar. Ég hugsaði með mér að hún gæti þá bara verið ein ef hún vildi það frekar en að flytja sig yfir í annan hóp, því ekki nennti ég að vera ein með henni. En stelpunar í mínum hóp fannst nú alveg ómögulegt að Kjersti væri ein en ekki gætum við nú verið 6 í hóp, ég var nú ekkert að segja við stelpurnar fyrir framan Kjersti að ég væri búin að ræða þetta við hana hvort hún vildi ekki bara fara í annan hóp. En þetta endaði með því að Sasja og Tine fluttu sig yfir til Kjersti og ég, Maria og Elise vorum saman að skoða munna og tennur. Í hádegishléinu sagði ég svo stelpunum hvað ég og Kjersti höfðum rætt og þær voru alveg sammála mér að við gætum ekki bara verið tvær í hóp og voru ekki alveg að fatta afhverju hún hafði ekki bara farið yfir á eitthvað annað borð. Þegar kom svo að hestakrufningunni þá var Kjersti greinilega búin að ákveða að vera bara með okkur í hóp, sem gekk nú ekki því þá værum við 6 og við eigum helst að vera 3-5 og 5 er algjört hámark. Þá komu upp umræður hvort við ættum ekki bara að skipta hópnum í tvennt og vera 3 og 3 og var mér farið að líða hálf illa að vera splitta upp verklegu grúbbunni þeirra með því að koma í hópinn og draga með mér þessa ómögulegu konu, það gekk svo ekki því það var ekki til auka fótur og var því bara um eitt að ræða og það væri að einhver myndi flytja sig yfir í annan hóp og ekki var Kjersti að bjóðast til að gera það. Á endanum talað Tine við Kjersti, ég veit ekki hvað hún sagði en allavega þá fór hún yfir í annan hóp.
Kjersti er á mjög svo óræðum aldri, held hún líti út fyrir að vera miklu eldri en hún er, allavega þá er hún öll voðalega tekin í andliti með ofsalega þunnt og lýjulegt hár og hún á alveg afskaplega erfitt með þetta nám og gengur illa að læra, féll eins og fyrr sagði í öllum prófunum síðasta vetur náði svo einhverjum í endurtektarprófunum en er ennþá með fall í hinum. Ég var bara hissa að sjá hana aftur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli