þriðjudagur, ágúst 19, 2003

jæja á maður að fara starta þessu bloggi upp á nýtt?

Ég er sem sagt komin aftur til Norge, kom í fyrradag, og skólinn auðvitað byrjaður á fullu. Eftir skólann þvældist ég með þegar verið var að sýna larvene skólalóðina. Súperlarvene (2.árs nemar) sjá um að taka á móti busunum og setja þau inn í hlutina, eru svokallaðir fadder sem...ég veit ekki...útlegst kannski sem lærifaðir..? Svo var búið að skipuleggja ratleik fyrir larve-greyin en ég nennti ekki að hanga í honum á einhverri einni stöð svo ég fór bara heim og rölti svo bara yfir í skólann um kvöldið þar sem ratleikurinn átti að enda því svo var grill og smá gleði í Bodega (skólabarinn) Ég fékk mér smá öl og fór heim rétt upp úr hálf tólf og þá var ennþá gleði í gangi. Mér fannst alger óþarfi að taka kvöldið með trompi svona á mánudegi ég tala nú ekki um þegar það er velkomst-bodega á miðvikudaginn og það er nú mikil gleði. Ég ákvað að prufukeyra nýju digital myndavélina mína og er ég bara afskaplega lukkuleg með hana set myndirnar inn á eftir en ég veit ekki hvort þið hafði áhuga á að sjá svona skólamyndir af fólki sem þið þekkið ekkert.

Í dag vorum við svo að kryfja hestalöpp, vorum með beinagrind af hestalöpp í gær en í dag fengum við bara heila löpp, en þar sem ég var orðin ein eftir af krufningarhópnum mínum (Þórunn hefur ákveðið að fara til Köben og læra að vera mannalæknir og ég held að sænska konan sé bara hætt) allavega þar sem ég ein get ekki myndað hóp þá buðu nágrannar mínir mér að koma bara til þeirra svo núna er ég með Mariu, Tine, Elisu og Sösju í hóp. Sasja mætti nú bara með nýju digitalmyndavélina sína í krufningu í dag og dokumenteraði, við hinar vorum auðvitað mjög vísindalegar og bentum á rétta hluti með hnífunum okkar og pinnsettunum (litlar tangir) Held ég mæti bara með mína á morgun, ekki svo vitlaust að hafa myndir af þessu þegar maður er að lesa fyrir verklega prófið.
Í pásunni fórum við Tine og Sasja að kíkja á lessalinn fyrir 2.árs nemana og rákumst þá á ráðviltar larver á ganginum, þá var búið að flytja einhvern fyrirlestur yfir í sal 5 sem þau vissu ekkert hvar var. "Við þurfum fadder hjelp!" kölluðu þau til okkar. Þar var með í för einn nýr strákur sem hafði komist að því einhver hafði hætt, Sasja brosti sætt til hans og sagði að það væri alltaf gott að fá fleiri stráka í skólann og sérstaklega þegar þeir væru svona sætir. Strákurinn roðnaði og blánaði og horfði á tærnar á sér og þakkaði pent fyrir. hahaha Sasja er stundum alger snilld.

Jæja best að fara líta á þessar myndir....

Engin ummæli: