ég er svekt... það lítur út fyrir að ég fái bara ekkert að flytja. Ég fór á skrifstofuna í morgun til að spyrjast fyrir um íbúðina sem ég er búin að sækja um, lenti þar á einhverri nýrri stelpu sem vissi ekki neitt. Það eina sem hún gat sagt mér var að það væri búið að deila út þessum íbúðum sem ég hafði sótt um, hún gat ekki sagt mér hvort ég fengi sent svar um hvort ég fengi íbúð eða ekki. Held ég fari aftur á morgun og tali við hippann, hann veit manna mest þarna. Svo var Eyrún á skrifstofunni í dag og talaði við hippann, hún er að reyna losna úr þessari fötluðu íbúð sinni, hún meðal annars forvitnaðist um svona íbúð eins og ég hafði sótt um (25 fm, með svefnlofti) hún má ekki fara í svoleiðis því hún er með kærasta en þá sagði hippinn að það væru bara til tvær svoleiðis íbúðir og það byggi einhver í þeim báðum, tvær! hvaða dónaskapur er það að hafa bara tvær svona íbúðir, þeir mættu nú alveg taka það fram á netinu!! allavega þá ætla ég að tala við hippann á morgunn en ég er ekki bjartsýn, enginn séns að fá svona íbúð fyrst það eru bara tvær til. Ég á ekki til orð... tvær... afhverju í andskotanum eru þeir þá að hafa fyrir því að byggja svoleiðis. *hnuss*
Svo dröslaðist ég upp á heilsugæsluna á Blindern til að freista þess að láta fjarlægja glerbrotið úr fætinum á mér, neinei þá hafði bara lokað þar 14:45, hvaða rugl er það. Loka heilsugæslu klukkan korter í þrjú! ég verð þá bara með þetta glerbrot í fætinum á mér áfram og neyðist svo til að skrópa í skólann til að ná fyrir lokunn. Ætli þau heimti ekki að ég panti tíma... er alveg viss um það, fæ svo loksins tíma í næsta mánuði og þarf þá auðvitað að skrópa aftur til að fara. Og ef einhver ætlar að koma með þá gáfulegu athugasemd að hringja til að panta tíma þá gengur það ekki, því þau svara bara í símann svona þrisvar á dag.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli