miðvikudagur, ágúst 27, 2003
ég er núna búin að sitja fyrir framan tölvuna í klukktíma með það fyrir augunum að byrja á sveitaskýrslunni, þessi klukkutími hefur hins vegar farið í það að lesa email, skrifa email, lesa blogg og núna að blogga! ég hef ekki ennþá lagt í að opna skólapóstinn minn því ég veit að þar er fullt af hlutum sem ég þarf að prenta út, eins og ný og breitt stundaskrá, glósur um meltingafærin og eitthvað fleira leiðinlegt. Svo þarf ég líka að senda email og tilkynna komu mína á námskeið sem hestahópurinn í skólanum stendur fyrir í næstu viku. Þau eru búin að fá konu sem heitir Leslie Desmond og er fræg í hestageiranum til að koma og fjalla um meðhöndlun á erfiðum hestum. æh best að gera það bara núna...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli