miðvikudagur, ágúst 27, 2003

þá er loksins búið að leysa hópa-vandamálið í verklegu. Eftir miklar umræður um hvernig ætti að skipta hópnum og hverja ætti að reyna fá í lið með sér því nokkrir aðrir hópar voru í upplausn þá er niðurstaðan sú að ég, Elise, Maria og Dag Kristoffer erum saman í hóp jájá þið lásuð rétt við náðum að grípa einn strák! nú á ég því miður enga mynd af gripnum en það er í vinnslu.

Engin ummæli: