föstudagur, ágúst 29, 2003

jæja bara stórfréttir ég er að flytja!

nei ég fæ ekki íbúðina góðu, það reyndist rétt að það eru bara til tvær svoleiðis íbúðir en í staðin fékk ég að flytja mig upp af fyrstu hæðinni yfir í aðra blokk og upp á áttundu hæð! ég fór að skoða áðan og var fyrir svolitlum vonbrigðum þegar ég sá að geymslan vonda var á sínum stað. Ég verð þá bara að hafa þessa helvítis geymslu inni hjá mér. Veit ekki hvort það sé bara í þessari blokk þar sem íbúðirnar á efri hæðunum eru með geymslu á ganginum. En allavega þá kemst ég af jarðhæðinni og get loksins farið að hafa dregið frá gluggunum. Svo núna er ég bara að fara þrífa og pakka og ætla svo að plata fólk til að hjálpa mér að flytja á morgun.

Engin ummæli: