sunnudagur, júní 01, 2003

Var að sækja þvottinn minn og rakst þá á Stian bekkjarbróður hérna fyrir utan, einhver félagi hans býr í nr 13. Ég var nýbúin að vera tala við mömmu (sunnudagssímtalið) og var íslenskan alveg föst í mér, ég var næstum því búin að heilsa honum á íslensku og allan tíman sem við vorum að spjalla þá þurfti ég að berjast við að segja ekki hlutina á íslensku. Þótt ég sé nú alveg farin að geta talað eitthvað í norsku þá finnst mér ég samt ennþá vera voðalega heft, þarf að hugsa mig um til að mynda einföldustu settningar en norðmenn mega eiga það að þeir eru afskaplega þolinmóðir við mig útlendinginn. Æ samt þetta er voðalega heftandi, maður hreinlega missir niður allan persónuleika og öll einkenni.

Engin ummæli: