laugardagur, maí 31, 2003

ahhh... afhverju getur ekki verið svona gott veður í Reykjavík... Undanfarið hefur verið tæplega 20 stig og sól hér í Oslo (og auðvitað ekkert rok) svo maður röltir bara um í sandölum og ermlausum bol, ég samt hálf skammast mín fyrir bláhvíta bjarmann sem leggur frá mér í sólinni og keypti mér þess vegna brúnkukrem áðan. Stelpan í búðinni efaðist nú eitthvað um hæfni mína til að bera þetta rétt á mig:
Afgreiðslustelpa: hefuru notað þetta brúnkukrem áður
Ég: Nei en ég hef notað brúnkukrem, bara ekki þetta krem
Afreiðslustelpa: þú veist þá að maður þarf að skrúbba húðina fyrst og þvo sér vel um hendurnar á eftir að hafa borið á sig kremið?
Ég: já ég veit
Afgreiðslustelpa: áttu skrúbbukrem?
Ég: nei en ég skrúbb...
Afgreiðslustelpa:og svo á maður að bera á sig rakakrem á eftir og svo brúnkukremið
Ég: já ég veit...
Afgreiðslustelpa: og svo verðuru að þvo þér vel um hendurnar á eftir svo þú fáir ekki flekki
Ég: aha...
Afgreiðslustelpa: já ég ætla láta þig fá bækling með til öryggis
Svo fór hún og náði í notkunarleiðbeiningar og setti í pokann fyrir mig með brúnkukreminu. Mér er nú skapi næst að fara öll flekkótt í búðina á mánudaginn og spyrja hvað ég hefði nú gert vitlaust...

Engin ummæli: