Larverevy
Á miðvikudagskvöldið var Larverevy, en það er hefð fyrir því að á hverju ári gera larvene (busarnir) revíu, yfirleitt er hún sýnd í febrúar en þar sem við larvene vorum að fara í stórt próf þá var revíunni frestað. Málið með þetta er að eldri nemendur koma vopnaðir ýmsu ógeði (kál, einstaka tómatur og svo auðvitað ógirni af flöskutöppum þar sem allir sötra øl yfir sýningunni) ef fólki líkar ekki eitthvað atriði þá er bara hiklaust grýtt í leikarana með tilheyrandi púi, ég veit norðmenn hafa skítinn húmor... Nú veit ég ekki hvort ég ætti að fara lýsa eitthvað þessum atriðum... jæja bara nokkrum. Opnunaratriðið var vídjó gersamlega ólýsanleg snilld og féll vel í kramið enda hrópuðu áhorfendur "kjempe bra! kjempe bra!" á meðan sýningu stóð og svo á eftir. Næst tipluðu strákarnir inn í tjullpilsunum og dönsuðu við góðar undirtektir, fengu samt nokkra tappa í sig... Stian var svo hinn nakti kokkur í svuntu einu klæða og blandaði þynkudrykk, sullaði saman alskonar ógeði og drakk svo *hrollur* og svona rúllaði þetta áfram. Soffia sænski nemandinn stökk svo út á svið milli atriða og var mennskur skjöldur og manaði fólk í að henda í sig svo sviðfólkið gæti skipt út propsi í friði. Áhorfendur hrópuðu ýmist "det er jævlegt!" "penge tilbaka!" eða "kjempe bra!" Á eftir var okkur fagnað gífurlega og sungin fyrir okkur larveskál, það eru lög fyrir allt hér í skólanum. Fyrir sýningu höfðum við fengið gefins bjór sem hafði verði sötraður fyrir sýningu á meðan henni stóð og í hléinu, eftir sýningu fengum við nokkra kassa í viðbót ásamt freyðivíni. Svo var bara partí. Norskan mín verður af einhverjum ástæðum margfalt betri eftir nokkra bjóra... ekki það að allt í einu er ég bara orðin vel talandi, vaknaði bara einn daginn og gat komið frá mér heilum setningum sem er eitthvað vit í. Svo var kærasti Sösju þarna Alfredo en hann er frá Argentínu svo ég gat æft mig svolítið í spænsku, var svolítið riðguð fyrst en þetta kom ótrúlega fljótt. Þarna voru líka tveir aðrir latinos, einn frá Mexico og annar frá Nigaragua. Mexicanski sjarmörinn var að reyna við mig, var með frasa eins og "eres muy atractiva" og "tus ojos estan hermosos" hehehe... en það sem hann vissi ekki var að ég hafði heyrt hann tala við hina og segja að hann væri hér með kærustunni sinni... Það var áður en hann vissi að ég talaði spænsku... Sumir strákar eru nú alveg. En mér fannst voða gaman að spjalla við þá, langt síðan ég hef talað spænsku og Alfredo hafði m.a.s. verið í La Paz ferlega gaman. Samt í enda kvöldsins var ég orðin alveg rugluð á öllum þessum tungumálum, talandi norsku við fólkið, spænsku við strákana og ensku ef einhverjir norðmenn voru í kring og svo íslensku við Arnar. Þess á milli var auðvitað tjúttað í Bodega og hérna voru engir strákra að reyna leiða mann. Þegar klukkan var að verða fjögur ákvað ég að koma mér heim enda orðin voðalega þreitt, ég labbaði heim, það tekur yfirleitt rúmar 20 mín. en mig grunar að ég hafi verið eitthvað aðeins lengur... gekk nú ekki alveg beint...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli