þriðjudagur, maí 27, 2003

úff var að koma heim, er búin að vera niðrí skóla í allan dag. Alltaf næ ég að láta plata mig í einhverja vitleysu. Þannig er að á hverju ári eru larvene (busarnir) með larverevy, nokkurskonar leikrit, og eiginlega ætlast til þess að flestir hjálpi til á einhvern hátt. Svo í gær í krufningu spyr Maria mig hvort mig langi nú ekki til að aðstoða smá í revyunni, og ég bara jújú... kunni ekkert við að fara neita neitt og þá lifnar yfir henni og hún spyr "geturu ekki leikið dyrepleier?" (dyrepleier er dýrahjúkrunarkona, ég leyfi mér að segja hjúkrunarkona því enn sem komið er hefur enginn karlmaður lært þetta starf hér í norge) og ég bara "....þarf ég að segja eitthvað...?" "nei ekki neitt" "ok... ég skal vera dyrepleier" Nú þannig að ég er bara komin með hlutverk og þennan líka fína búning, eins og nýstigin út úr Scrubs. Allavega auðvitað er þetta litla hlutverk í revyen búið að hlaða utan um sig og núna á að nota mig sem sviðsmann þar sem ég er bara nokkrar sekúndur uppi á sviði. Mitt atriði er þannig að við fáum til okkar stóran gulan fugl sem Elisa leikur, er í þessum líka fína fuglabúning það er víst verið að gera grín af einhverri fígúru sem allir í norge þekkja, Tine leikur dýralæknirinn og aðstoða ég hana við að taka Elísu í rækilega skoðun. Eftir skóla í dag þurfti svo að gera sviðið til því sýningin er næsta kvöld og svo var reynt að renna í gegnum öll atriðin. Held að strákarnir séu nú með besta atriðið, það er bara alltaf fyndið að sjá stráka í hvítum sokkabuxum og stuttu tjullpilsi í stíl ég tala nú ekki um þegar þeir eru búnir að semja þennan líka fína dans alveg einir. Þetta tók nú allt sinn tíma og var ég bara að koma heim núna áðan, dauðþreitt.

Engin ummæli: