En djammið já um helgina hehehe
Ég ákvað að vera ekkert að drekka yfir júróvision og hafði svo sem ekkert planað að fara niðrí bæ ef sá fílingur kæmi í fólkið en ákvað svo að skella mér með þegar Ragnhildur og stelpurnar úr íþróttaháskólanum ákváðu að fara í bæinn.
(hmm... fólk er bara í stuttbuxum hérna úti... bara sól og blíða... vonandi að það haldist á morgun orðin þreitt á rigningunni...)
En já hvar var ég... já leigubílaferð. Það var pantaður stór leigubíll og lentum við á einhverjum geðillska leigubílstjóra sem ég hef hitt. Þetta var einhver Afríkubúi sem var alveg hundleiðinlegur og rukkaði okkur um allt of mikið og var í þokkabót alltaf að leiðrétta norskuna okkar! Hann hafði nú búið í Norge í 25 ár og talaði (að hans eigin mati) þessa líka fínu norsku.
Ásætaðan fyrir því að Ragnhildur vildi fara í bæinn var að einhver stelpa sem vinnur með henni vildi endilega kynna hana fyrir bróður sínum og voru þau með vinum sínum á Studenten. Bróðirinn þekkti dyravörðinn og áttum við bara að nefna nafnið hans og þá áttum við að fá frítt inn. Ég ákvað að skella mér með Ragnhildi en hef ekki hugmynd hvert hinar stelpurnar fóru, hélt þær væru rétt á eftir okkur sem svo sáust þær ekki meir. Systirin hafði nú líst bróður sínum sem mörk og kraftig en hann reyndist svo vera ósköp venjulegur í vexti og ljóshærður... Hann var nú voða glaður að sjá Ragnhildi enda er hún algjört bjútí og skemmti ég mér alveg konunglega allt kvöldið við að fylgjast með viðbrögðum karlmanna í kringum Ragnhildi. Ekki vissi ég að karlmenn misstu bara alla skynsemi þegar þeir sæju svona bjútí (enda er ég ekkert bjútí bara ósköp venjuleg...) Á neðri hæðinni á staðnum var allt troðið og ef Ragnhildur datt óvart á einhvern eða rakst utan í einhvern mann þá var hún yfirleitt blikkuð eða þeir notuðu tækifærið og svona óvart rákust á móti í rassinn á henni, einn var svo frakkur að hann tók hana bara í fangið og kyssti hana, engin slumma samt bara koss á kinnina. Og virkaði svo voðalega hissa þegar Ragnhildur sýndi lítinn áhuga á móti. Við vorum svo að dansa þarna með vinkonu Ragnildar og bróður hennar og svo voru einhverjir vinir þarna, og norskir strákar eru skrítnir þeir þurfa alltaf að leiða mann, allt í einu var bara einhver strákur farinn að leiða mann og dansa við mann, ég kann ekki að dansa svona og leiðast í leiðinni... En þar sem við vorum að dansa þarna þá voru alltaf einhverjir strákar að reyna dansa við Raghnildi (og líka leiða hana) Bróðirinn var nú ekkert par sáttur við það og rak þá í burtu, einn ætlaði nú ekkert að gefa sig og lá bara næstum því við slagsmálum... Og svona var nú mest allt kvöldið, við að reyna dansa í troðningnum og strákar að reyna við Ragnhildi. Það voru nú einhverjir hallærisgæjar að reyna ná augnkontakti við mig (það eru bara hallærisgæjar sem reyna við mig) og sumir gerðust m.a.s. svo djarfir að reyna tala við mig en ég hafði engan áhuga, ekki frekar en venjulega... Ég er einhver segull á skrítna gæja, þá er spurningin er ég svona skrítin eða er ég svona rosalega venjuleg (andstæður laðast að og allt það)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli