sunnudagur, júní 01, 2003
Var að skoða síðuna hjá SiO og sá að það verða tilbúnar nýjar íbúðir hér á Bjölsen næsta haust meðal annars svona íbúðir eins og Embla og Eiríkur búa í í Köben sem mér finnst mjög sniðugar væri alveg til í að búa í svoleiðis. Auðvitað er leigan ekki eins lítil og þar en þetta eru íbúðir frá 25 - 46 fm að stærð og leigan verður frá 3700 - 6300 nkr. Það eina er að þær verða með húsgögnum sem ég er ekki alveg að fatta yfirleitt getur maður valið með eða án húsgagna en það er enginn möguleiki og auðvitað er dýrara að leigja með húsgögnum. En kannski maður getur eitthvað dílað við þá, ég meina það er ekki mikið mál að bera þessi húsgögn út. Ég væri alveg til í að borga 250 kr meira fyrir extra 8 fm, langar samt ekkert í þessi húsgögn... En allavega þá er þetta mjög sniðug hönnun á svona litlu plássi það er þá íbúðin sem maður gengur inn í og svo er svefnloft fyrir ofan eldhúsið og baðið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli