fimmtudagur, júní 19, 2003

jæja þá er maður kominn heim og kominn í sveitina. Ég kom heim seinnipartinn á laugardeginum
ég við Hjördís skelltum okkur á djammið um kvöldið. Mjög skemmtilegt djamm og ég var að
rekast á fólk sem ég hafði ekki séð í nokkur ár, ferlega gaman. Allavega þá skemmtum við okkur
mjög vel og lagðist ég upp í rúmið hálf átta um morguninn.
17. júní gerði ég ekki neitt því ég (og Hjördís) hafði náð mér í einhverja ógeðis gubbupest
ég lá með hausinn ofan í klósetti alla nóttina. Undir morgun hætti ég nú að æla en var auðvitað
dauðuppgefin allan daginn og handónýt í maganum. Ég ætlaði í sveitina í gær en vegna slappleika
þá varð ég að fresta því. Ég og mamma rúntuðum svo hingað austur í dag, ég er nú aðeins farin að getað borðað en maginn er samt ekkert alveg sáttur. Ég var svo drifin í það að heilsa öllum hestunum og svo aðstoðaði maður við að mjólka. Ég er nú alveg dauðþreitt og er eiginlega ekkiað nenna skrifa þetta en svona er bloggarinn sterkur í mér, ég kem nú með skemmtilegri frásagnirúr sveitinni seinna...

Svo var ég að athuga á amazon.uk.co hvernig harry potter pöntuninni minni liði og sá hana bara hvergi! tékkaði þá á amazon.com og þar var heldur ekkert. Ég sem pantaði bókina fyrir einhverjum mánuðum síðan og svo er hún bara horfin! er ekki sátt... verð bara að panta aftur... andsk.

Engin ummæli: