föstudagur, júní 06, 2003
Ég og Hjördís vorum að ræða um daginn að fólk nær oft ekki húmornum okkar og yfirleitt er það ekki fyrr en fólk er farið að þekkja mig vel að það fattar hvenær ég er að grínast. Annars fæ ég bara undarlegan svip og fólk heldur að ég sé eitthvað rugluð og ég enda með því að útskýra sjálfa mig. Reyndar hitti ég einstaka fólk sem fattar strax húmorinn minn og er það yfirleitt fólk sem hefur svipaðan húmor, þurrar og kaldhæðnar ýkjur... Þar sem íslendingar eru nú yfirleitt frekar kaldhæðnir þá líður yfirleitt ekki á löngu þar til fólk áttar sig á því að mér er sjaldan alvara þegar ég kem með einhverjar yfirgengilegar alhæfingar en það er annað mál með útlendinga, tala nú ekki um suður ameríku búa sem vita bara ekki hvað kaldhæðni er. En já ég og Hjördís vorum að ræða þetta hvað það væri þreitandi að vera alltaf að útskýra sjálfan sig og ákvað ég þá að hætta því bara, annað hvort áttar fólk sig á því að mér sé ekki alvara eða heldur bara að ég sé rugluð. Og undan farna daga hef ég reynt að fara eftir þessu og gengið ágætlega, reyndar hef ég nokkrum sinnum þurft að minna sjálfa mig á það að ég þurfi ekki að vera útskýra sjálfa mig ég sé hætt því en þetta er nokkuð sem ég var bara orðin vön, kommenta á eitthvað, fá undarlegt augnarráð tilbaka og útskýra þá hvað ég hafi verið að meina. En það gengur betur og betur að komast í gegnum daginn án þess að útskýra nokkurn skapaðan hlut eða koma með leiðréttingu, og ef fólk heldur að ég sé eitthvað biluð fyrir vikið þá verður bara að hafa það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli