Ég fór niðrí bæ á laugardaginn og þar sem ég er að labba upp Karl Johann þá sé ég borða og plaggöt fyrir utan eina geisladiskabúðina "Viltu hitta Ricky Martin??" þá er hann Ricky Martin að fara árita þar á morgun! ég er ekki ennþá búin að jafna mig á því að hafa misst af Westlife þegar þeir voru að árita í Oslo City, það mættu reyndar svo mikið af stelpum þá að þeir gáfust upp á að árita og tóku bara í hendina á þeim í staðinn... En allavega nú er ekki spurning hvert ég fer á morgun, mæti með geisladiskinn minn og habla espanol við Ricky, ég er alveg viss um að þegar hann sér mig þá veit hann að ég er sú eina fyrir hann, er alveg viss um það.
En svona í alvöru talað... þá eru þetta greinileg merki þess að ég bý í útlöndum, man ekki eftir því að einhverjar stórstjörnur hafi setið í Skífunni og áritað geisladiska. En samt ég veit ekki hvaða hljómsveit ég myndi nenna að standa í langri röð bara til að láta krota á geisladisk fyrir mig... ég er einhvern vegin alveg laus við þetta fan-syndróm, veit ekki hvern ég þyrfti að hitta til að verða svona "starstrucked" jafnvel þótt ég myndi hitta Eddie Vedder...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli