fimmtudagur, júní 05, 2003
Þegar ég var í heimsókn hjá Emblu og Eiríki þá komu upp umræður þar sem við sátum og borðuðum hádegismat og vorum öll, hálf fullorðið fólk, með kakómalt í glasi og ristað brauð með osti, hvort maður væri orðinn of gamall til að drekka kakómalt og hvort manni ætti í raun ekki að þykja þetta vont núna. Ég meina mamma drekkur aldrei kakómalt né kókómjólk, ég hins vegar drekk að minnsta kosti eitt glas á dag og ég veit að systir mín (sem er sex árum eldri en ég og ætti þar með að teljast fullorðin) hreinlega verður að fá eitt glas á dag og þegar hún er á Íslandi þá kaupir hún kókómjólk. Kannski ef mamma hefði alist upp við kakómalt drykkju þá þætti henni þetta ómissandi líka.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli