þriðjudagur, júní 10, 2003

ég fór aðeins í heimsókn til Marte í gærkvöld, við drukkum rauðvín og skoðuðum myndir frá Bólivíu og rifjuðum upp gamlar stundir. Hún á miklu fleiri myndir af svona daglegu lífi á meðan mínar myndir eru flestar úr ferðalögum. Er að pæla fá að koppía þessar daglegu myndir því þar sem við vorum nú hjá sömu fljölskyldu um tíma þá eru þetta myndir af fjölskyldunni minni og mér, fullt af myndum af mér... og mikið rosalega vorum við báðar með sítt hár... Reyndar hafði ég tekið heila filmu með svona daglegalífs-myndum en Marte týndi myndavélinni minni og filmunni með, sem hún hafði fengið lánaða því hún var nýbúin að týna sinni eigin...

Við höfum núna hvorugar samband við þessa fjölskyldu sem við vorum báðar hjá, ég skrifaði nú bréf en fékk aldrei neitt svar og Marte skrifaði bréf og sendi jólakort en fékk heldur ekkert svar. Ég hélt nú að kannski hefði bréfið ekki komist til skila (bólivískur póstur er nú ekki sá áræðanlegasti) og Marte hafði haldið það líka nema hún komst að öðru, og þetta sýnir hversu lítill heimurinn er. Marte var sjálfboðaliði hjá einhverjum umhverfissamtökum og var send á ráðstefnu í Austurríki eða Sviss... man ekki hvort, nú þar sem hún var að sóla sig milli funda og fyrirlestra þá sér hún strák sem henni fynnst hún kannast eitthvað við, kemur honum samt ekki alveg fyrir sig, svo allt í einu fattar hún þetta er Andrés litli bólivíski bróðirinn okkar, nokkrum árum eldri heldur en síðast þegar hún sá hann. Þá hafði hann sannfært móður sína um að fyrst hann ætlaði nú að fara læra umhverfislögfræði þá hefði hann gott af því að fara á þessa ráðstefnu. Svo þarna hittust Marte og Andrés í Austurríki/Sviss af öllum löndum. Þau auðvitað spjölluðu og hún spurði hvort þau hefðu ekki fengið bréfin frá henni og jólakortið, jújú það hafði allt komist til skila, en ekki datt þeim í hug að svara... skrítið fólk.

Svo kom upp hugmynd hjá okkur að reyna hafa samband við sænsku strákana Erik og Staffan, Marte hélt hún hefði örugglega emailið hjá öðrum hvorum og þá gætum við haft smá svona get-together, gamla La Paz gengið, eða allavega hluti af því. Það væri nú gaman að sjá hvað þeir eru að gera núna. Svo er Ingvild að flytja til Osló núna í haust, hún bjó líka í La Paz og hún er örugglega meira en til í að hitta Erik og Staffan.

Engin ummæli: