þriðjudagur, júní 10, 2003

Var að horfa á þátt um Einar Már Guðmundsson á NRK1, það var auðvitað gaman að sjá myndir að heiman, trjáleysi og eyðiland. Eins og flestir Íslendingar þá þjáist ég yfirleitt að smá innilokunarkennd í útlöndum, of mikið af trjám og húsum. Bróðir hans Einars, Guðmundur kenndi mér frumulíffræði og mér fannst mjög sniðugt að sjá hann Einar því þeir eru næstum því alveg eins. Mjög líkir útlitslega, sama röddin og sömu handahreifingar, þeir ýta báðir peysuermunum upp að olnboga eini munurinn er að annar þeirra er rithöfundur og hinn er frumulíffræðingur...

Engin ummæli: