fimmtudagur, maí 22, 2003

Sunnudagur

Ég og Embla fórum og tókum á móti Ernu, Jenný, Hlyn og Hlyn út á Kastrup. Erna og Hlynur fóru svo á hostelið sitt aðeins að hvíla sig og Jenný og Hlynur fóru með systur Jennýar henni Steinunni til Hróaskildu, en hún býr þar. Ég og Embla fórum hins vegar að túristast um Köben. Um kvöldið hittumst við svo öll aftur, nema Jennýjar-Hlynur hann fór að hitta vin sinn Hlyn, ég veit! það var ekki þverfótað Hlynum! Við fórum og fengum okkur að borða, Erla og Svanur hittu okkur á veitingastaðnum og svo var stefnan tekin á Tívolí!! auðvitað var eina vitið að kaupa bara passa og svo gengum við í barndóm og djöfluðumst í öllum tækjum eins og vitleysingar. Embla og Eiríkur voru í foreldrahlutverkum og geymdu töskur og tóku stolt myndir af okkur missa alla sjálfstjórn í klessubílunum, koma hálf ælandi út úr einhverju þeytitækinu og flissandi út úr draugahúsinu ( sem við vorum ekki fyrr stigin inn í en öskrin frá okkur bergmáluðu um allan garð ) Eftir allan æsinginn og adrenalín-flæðið vorum við skandinavíubúar orðin stjörf af þreitu og ákváðum að skilja við hin sem fóru á einhvern bar.

Engin ummæli: