fimmtudagur, maí 22, 2003

jæja þá er ég komin aftur frá köben og þetta er það sem hefur drifið á daga mína:

Laugardagur

Ég reif mig upp á ókristilegum tíma til að ná morgunstrætónum niður á lestarstöð og var mætt tæpum klukkutíma áður en lestin fór. Þegar ég kom inn í lestina hélt ég að ég hefði gengið inn í áttunda áratuginn, veggirnir málaðir skemmtilega gulir og sætin fyrverandi fjólubleik með hálf lúnum tréborðum á bakinu. Í sætinu beint á móti hinum megin við ganginn sat svona temtation island sætur strákur sem var nú ágætt að horfa á svona af og til þegar útsýnið af öllum trjánum varð þreitandi, þess á milli las ég bara (upplýsingar fyrir Ragga: Equal rites) Ég þurfti svo að skipta um lest í Gautaborg og beið þar í klukkutíma, sem var nú allt í lagi fékk mér aðeins að borða og henti brauði í fuglana. Í lestinni var svo sagt í kallkerfinu að þeir sem væru að fara til Kaupmannahafnar yrðu að skipta í Malmö því lestin sem færi yfirleitt alla leið væri biluð. Lestarferðin til Malmö var nú viðburðarlítil, á leiðinni úr lestinni rek ég bakpokann í einhvern strák og segi auðvitað "unskjuld" á norska vísu. Á brautarpallinum gengur svo strákurinn að mér og spyr mig "do you speak norwegian?" ég jánka því svona hálfpartinn, þetta var þá ameríkani sem hafði verið í skiptinámi í Þrándheimi en var ekki alveg að skilja sænskuna og því ekki með á nótunum hvaða lest hann ætti að taka áfram eða afhverju hann ætti yfirhöfuð að vera skipta til að komast til köben. Í lestinni hafði nefnilega verið gefnar ýtarlegar upplýsingar á sænsku um að venjulega lestin væri biluð og þau sem væru að fara til köben þyrftu að taka lest sem biði á þessu spori og færi klukkan þetta, á ensku var svo sagt, this train stops in Malmö, if you are going to Cobenhagen and don't speak sweedish please contact the staff. Alltaf svo almennilegir þessir svíar.
Ég gat nú upplýst hann um ástæður og hvaða lest hann ætti að taka og svo spjölluðum við áfram í lestinni. Þessi lest bilaði svo á Kastrup og aftur þurfti ég að skipta um lest til að komast á aðal lestarstöðina þar sem Embla og Eiríkur biðu eftir mér, á leiðinni að aðal lestarstöðinni vorum ég og ameríkaninn enn að spjalla (get alveg ómögulega munað hvað hann hét...ég er alveg ferleg...) og heyri ég að það er hópur af íslendingum við hliðná mér, einhver kona með fullt af gelgjum. Þar sem ég er íslendingur búsettur í útlöndum er ég alveg laus við þessa þörf að stökkva á alla íslendinga sem ég hitti og heilsa, kannski ef ég byggi í fjarskanistan og hefði ekki hitt íslending í einhverja mánuði þá myndi ég kannski kynna mig ef ég heyrði íslensku talaða út á götuhorni en annars læt ég það alveg vera. En konan heyrði nú að ég var íslendingur og snéri sér að mér og spurði "ertu ekki íslensk?" og ég bara "jú" og brosti kurteisislega "já mér heyrðist það, við erum hérna hópur frá Hallormsstaðarskóla og erum í námsferð. Erum búin að ferðast um Svíþjóð og endum hér í Köben" upplýsti hún mig í óspurðum fréttum. Mér finnst þetta fyndið með Íslendinga, þeir heilsast varla á Íslandi en um leið og þeir eru komnir út fyrir landsteinana þá eru allir orðnir bestu vinir og félagar sem heilsa öllum hægri vinstri.

Embla og Eiríkur biðu svo eftir mér, ég var svo ekki fyrr komin inn úr dyrunum og búin að leggja frá mér töskurnar að það var búið að setja rauðvínsglas í hendina á mér með afsökunarorðum um að bjórinn væri enn volgur. Það var svo grillað lambafile (íslenskt auðvitað) og drukkinn bjór yfir grillinu og svo drukkið rauðvín með matnum, allt alveg ofsalega gott. Íbúðin þeirra er mjög skemmtilega hönnuð þrátt fyrir smæðina og fyrst þegar maður heyrir um rúmlega 30 fm íbúð á tveim hæðum þá er það bara fáránleg tilhugsun en í raun er þetta mjög praktískt, væri alveg til í að búa svona en auðvitað hefur sýn mín á íbúðir og stærðir breyst verlulega eftir að ég flutti í holuna mína.
Svo var manni boðið til sætis í fína sófasettinu (tveir tjaldstólar) og svo var spjallað og drukkinn meiri bjór og rauðvín. Ég fékk svo að sofa á flennistórri vindsæng í stofunni, ferlega fínt.

Engin ummæli: