fimmtudagur, maí 22, 2003

Mánudagur
Það var verslað og verslað.

Embla og Eiríkur þurftu nú að fara í skólann við hin ferðamennirnir tókum auðvitað stefnuna beint á strikið og þræddum búðirnar. Áður þurfti Erna að upplifa smá nostalgíu frá því hún vann heilt sumar í Köben og fórum við á uppáhalds pítsastaðinn hennar, auðvitað var tilheyrandi að villast svolítið, en pítsan var voða góð. Við stelpurnar sendum svo Hlyn og Svan á pöbbarölt meðan við versluðum. Og að versla er bara puð og púl, allavega sá bara á mér eftir á, með blöðrur og læti að ég tali nú ekki um eymsli og marbletti eftir Tívolí.

Engin ummæli: