Þriðjudagur
Ég, Erna og Hlynur hittumst og fórum í þær búðir sem við höfðum ekki náð að kíkja í daginn áður, Hlynur greyið lét undan þrýstingi og fór að skoða föt og versla. Við gerðum svo eins og sannir danir keyptum bjór í búð og settumst á bryggjukantinn í Nyhavn, þar sem við sátum þar og sötruðum bjórinn þá gengu nokkrir túristar fram hjá okkur og einn sagði "þetta gera danir, kaupa bjór í búð og setjast á bryggjuna" jájá við féllum greinilega vel inn í samfélagið.
Reyndar fannst mér ég bara ekkert vera í útlöndum. Fyrir það fyrsta þá fór ég ekki í flugvél, fór ekki í gegnum fríhöfn og toll og veifaði hvergi vegabréfinu mínu ég skipti ekki einu sinni um tímabelti.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli